Jónsdóttir & Co…

…mér finnst gaman að nota þennan miðil minn til þess að beina sjónum mínum, og þar af leiðandi vonandi ykkar líka, að litlum verslunum og hönnuðum, og vonandi að kynna ykkur fyrir einhverju nýju og spennandi.

Þessir póstar eru unnir af mínu frumkvæði og einfaldlega vegna þess að mig langar að dreila með ykkur því sem mér þykir fallegt. Í þetta sinn langar mig að segja ykkur frá dásamlega merkinu Jónsdóttir & co, en ef að þið ímyndið ykkur allan hamaganginn og leiðindin sem geta verið á netinu – þá er Jónsdóttir lítil dásamleg laut, full af fegurð og yndislegheitum. Eiginlega bara paradísarlaut…

…ég þurfti að leita að á síðunni minni til þess að fullvissa mig um að ég væri ekki áður búin að útbúa svona póst tileinkaðann Jónsdóttur & Co og varð alveg steinhissa yfir að svo væri ekki. En merkið er hugarfóstur yndisvinkonu minnar, Ragnhildar Önnu Jónsdóttur, sem að sinnir því af sinni einstöku umhyggju. Þetta er í raun barasta, eins og hún segir, pínulítið krúttmerki en hún er með netsölu í gegnum skilaboðin á Facebook-síðu merkisins:

Jónsdóttir & co – Instagramsíða
Jónsdóttir & Co – Facebooksíða

Athugið að allar myndir eru fengnar af Facebook-síðu Jónsdóttir & Co og skáletraður texti er hennar!

…við byrjum á því allra nýjasta sem eru þessir gullfallegu pokar með merkingunni: Ástin er allskonar. Mér þykja þeir alveg hreint geggjaðir:

Nýtt ♥️🧡💛💚💙 litríkt & fallegt verkefni. “Ástin er allskonar” taska, verð 4.990.-

Gleðilega 🏳️‍🌈 Hinsegin daga. Dagar sem minna á mikilvægi umburðalyndis, jafnréttis & ástar. 💜 Hér er nýtt verkefni sem búið er að eiga langan aðdraganda. Allt frá því að ég gerði litla ungbarna samfellu fyrir tíu árum fyrir yndislega frænku með áletruninni “Heppinn ég. Ég á tvær mömmur”. ♥️ Ég var alltaf að velta fyrir mér ungbarna samfellu en í sumar fæddist hugmyndin að 🌈 tösku. Sú sem á textann á töskunni er einmitt yndis mamman sem fékk samfelluna fyrir tíu árum. ♥️ Hringurinn lokast því fallega með þessum hætti.
Í dag fara síðan fleiri litríkar 🌈 töskur í prentun.

Texti: Jónsdóttir & Co

…aðrir gullfallegir pokar/töskur eru með Ömmu-merkingunni, þetta er t.d. yndisleg gjöf:

•Ömmutaska, verð 4.790.- (enginn sendingarkostnaður & hún dettur inn um lúguna). Einnig hægt að panta á Facebook & sækja í Ungfrúna góðu, Hallveigarstíg 10. Bara það sem hentar þér betur. 💚

…hér er líka lausn sem er jafn sniðug og hún er falleg, þvottapokarnir sem væru t.d. snilld í unglingaherbergin:

Þvottaskjóðan “Með allt á hreinu”, verð 3.990.-
Enginn sendingarkostnaður & þvottaskjóðan dettur inn um lúguna.

…ég hef reyndar sýnt ykkur þónokkra löbera frá henni Ragnhildi í gegnum árin, en hún á orðið svo margar fallegar týpur – flestar með íslenskum texta sem gerir þetta allt svo skemmtilegt til gjafa:

…nýjung hjá henni eru svo þessi fallegu armbönd frá Nepal, sem er væntanlega það eina sem er ekki útbúið á vinnustofunni.

Nú er ég komin með ✨ dásamlega fallegu Nepali Vibe armböndin í sölu. 💚 Þau eru unnin af Nepölskum konum í Kathmandu. Konurnar fá glerperlur & bómullargarn gefins frá samtökum. Armböndin eru handgerð frá konu til konu. 🩵 Falleg hugsjón sem samrýmist krúttmerkinu Jónsdóttur & Co. 💚 Hlakka til að sýna ykkur meira frá þessum fallegu ✨ armböndum en þau voru að koma í hús. Armbandið kostar 3.890.- & það er enginn sendingarkostnaður.

…um páskana setti hún Ragnhildur líka inn þessa fallegu litlu páskapoka:

Hér er einmitt ný yndisleg viðbót af páskapoka, “Hjartað mitt litla” 🌱🫶🏻 páskapoki (2.990.-) með lítilli bók & súkkulaði kanínum í. Litli taupokinn (saumaður hjá Vinnustofunni Ás) er síðan með blöðru & sleikjó á. Hugmyndin að baki páskapokanum er lestur & samvera í bland við pínu namm. 🐇💖 Það er hægt að panta páskapokann hér hjá mér & sækja svo í Ungfrúna góðu, Hallveigarstíg 10 nú fyrir páskana. ✨🐣

…hún er með þónokkuð úrval af ungbarnasamfellum og þetta eru hreint fullkomnar fæðingar eða skírnargjafir:

Mér finnst þessi samfella svo dásamlegur vorboði. Áletrunin er “Fuglinn segir bí bí bí” einmitt þegar þessir dásamlegu vorboðar eru komnir & syngja fyrir utan gluggann (sem er einmitt raunin meðan ég er að skrifa þessi orð). Þessi samfella er stutterma fyrir hlýrri daga í vændum & úr mjúkri lífrænni bómull. Samfellan kemur í fjórum stærðum 0-3 mán. 3-6 mán. 6-12 mán. & 12-18 mán. Stærðirnar eru frekar stórar & haldast vel í þvotti.

“Fuglinn segir bí bí bí”, stutterma samfella úr lífrænni bómull með Fair Trade vottun, verð 4.290.- (enginn sendingarkostnaður). Þú getur pantað þessa dásemd hér í gegnum Facebook.

…það er svo mikil alúð og falleg hugsun á bakvið allar vörurnar sem hún Ragnhildur útbýr, og þakklætispokarnir eru þar engin undantekning!

Nú eru fallegu TAKK þakklætispokarnir komnir með nýja súkkulaðimola með karamellu & sjávarsalti. Þeir eru pínu mikið æði.
Nú styttist í skólalok & TAKK þakklætispokinn er yndisleg gjöf til að kveðja einstakan kennara. Þessi krúttpoki er búinn að vera á óbreyttu verði í þrjú ár sem stuðningur krúttmerkisins við barnafjölskyldur.
TAKK þakklætispoki, verð 2.790.- (enginn sendingarkostnaður). Hægt að panta hér í gegnum skilaboð & krúttheitin detta inn um lúguna.

…og hversu dásamlegur er afmælislöberinn, gleðisprengja:

Litagleði dagsins. 🥳🏳️‍🌈 Fékk pöntun á fallega afmælislöberinn sem hefur ekki verið prentaður afar lengi. Prentvélin þarf nefnilega að vera í sínu besta skapi & allir litir inni svo hægt sé að prenta afmælislöberinn líkt & fallegu 🌈 regnbogatöskuna. Sú gleðilega staða er einmitt núna. 💜
🥳 Afmælislöber, verð 6.900.- (úr dásamlegu hvítu nýju efni sem Valdís mín var að sauma). ♥️

…ég vona að þessi smá kynning á fallega merkinu hennar Ragnhildar hafi hrifið ykkur jafnmikið og mig, og þið vitið af henni ef þið eruð að leita að fallegri gjöf sem er svo sannarlega unnin af ástúð og alúð. Hver einasta sending frá henni, hvort sem hún fer í póst eða er sótt í Ungfrúnna góðu er pakkað inn af natni og því eruð þið hreinlega með gjöfina tilbúna í höndunum til þess að gefa áfram og gleðja!

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *