…á laugardag lýkur útsölunni í Húsagagnahöllinni og af því tilefni voru þau að gefa út aukabækling. Ég var að fletta honum hérna á netinu og sá svo fljótt fallegt moodboard úr þessu að mér fannst bara kjörið að deila því með ykkur…
…mér finnast þessi borðstofuborð svo einstaklega falleg, og bara þessi lína í heild sinni. Fæst líka í ljósri og svartri eik og svo eru alls konar skápar til í stíl…
Borðstofuborð
Nola veggskápur
Nola línan
…Paso Doble sófinn er svo dásamlega þægilegur og hefur verið í uppáhaldi síðan ég notaði hann í þættinum hjá Bigga löggu (smella hérna). Lappirnar eru æðislegar í þessum svarta lit og svo er hann með fallegt bak, ef þið viljið láta hann standa einhversstaðar á miðju gólfi (það má líka)…
…sjálfri finnst mér æðislegt að vera með stakstæða hægindastóla á móti sófum, það brýtur upp rýmið og oft verður svo mikið léttara yfir – þessi hérna er gordjöss, dásamlega 60s…
…ótrúlega þægilegir stólar, til í nokkrum áklæðum og passar við svo margt…
…stofuborð sem eru að heilla mikið. Til í nokkrum stærðum og mér finnst þetta vera næstum eins og risa kökudiskur á fæti – ég ELSKA kökudiska…
…ljósið er að vísu ekki á útsölu, en það var svo fallegt að ég leyfði því að fylgja með…
- Borðstofuborð
- Nola veggskápur
- Paso Dolbe tungusófi
- Paragon hægindastóll
- Ontario borðstofustólar
- Kare loftljós
- Soli sófaborð
- Eightwood púðar
- Light&Living kertastjakar
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!