Nýr stóll…

…eins og þið kannski munið þá er dóttirin búin að vera með Gjern-stólinn í herberginu sínu í nokkur ár núna. En hann er náttúrulega alveg sérstaklega þægilegur og kózý að sitja í honum og rugga sér ljúflega. Gjern er auðvitað hugsaður sem útistóll, en það er auðvitað ekkert sem bannar að nota hann innandyra, og það sama á við um nýja stólinn..

GJERN körfustólar | JYSK

//samstarf

…en núna um daginn ákvað hún að fjárfesta í nýjum stól sem hún var alveg fallin fyrir og ég er búin að vera á leiðinni að sýna ykkur í lengri tíma, en staðreyndin er sú að ég fæ aldrei sólardaginn til þess að mynda inni hjá henni í björtu. Þið takið því viljann fyrir verkið og fáið bara að sjá nýja stólinn í kózý kvöldbirtu.

HALVREBENE garðstóll/körfustóll natur | JYSK

…en hann kemur reyndar alveg sérstaklega vel út inni hjá henni, svo fallegur liturinn og passar vel við…

…svo er extra bónus af hversu fallegir skuggar koma af honum…

…svo verður hann extra kózý með fallegum púðum og teppum…

…reyndar finnst mér það passa best við hann að setja bara krúttlegan hvolp í…

…en eins og þið sjáið þá passar hann Nói alveg sérstaklega vel við dekorinn þarna inni 🙂

…viðurinn í stólnum er að smellapassa við snagana sem eru inni í herberginu…

…magnaða er að hann er jafn þægilegur og hann er fallegur – það gerist nú ekki alltaf…

…svo ef þið viljið “stela stílnum” þá týndi ég til svona það helsta:

…eins eru komnir rúmgaflar í alveg sama stíl, fleiri litum og stærðum:
Höfðagaflar – Smella hér til að skoða| JYSK

…rétt er að geta þess að stóllinn er á útsölunni núna og er með 37% afslætti og því hægt að gera snilldarkaup!

HALVREBENE garðstóll/körfustóll natur | JYSK

Annars vona ég bara að þið eigið yndisleg helgi framundan og gerið eitthvað skemmtilegt ♥ 

P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like –
þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *