Markaðir á Spáni…

…þegar ég fer erlendis þá elska ég að finna antíkmarkaði og slíkt og ráfa um. Það er bara svo ótrúlega skemmtilegt að fara í svona fjársjóðsleitir. Hægt er að gera leit á netinu og finna slíka, en enn auðveldari leið er bara að fara í Google Maps-appið, og setja þar í leita: Antique Market. Þá færðu upp alla slíka sem eru nærri þér og raðaðir upp eftir því hver er næstur þér.

Svo færðu upplýsingar um hvað er selt, hvernær er opið og hægt að skoða myndir og ummæli fólk um markaðinn. Mæli 100% með að skoða þetta, sama í hvaða landi þú ert!

…við vorum staðsett Torrevieja og á flestum stöðum eru markaðir um helgar og þegar ég setti Antique market í leitina þá komu t.d. þessir upp…

…og við ákváðum að kíkja á tvo þeirra, fyrstur var þessi:

…þessi var rétt hjá Zenia mallinu og þeir loka einni götu fyrir þetta. Hins vegar fannst mér eftir svona fyrstu 100m að ég væri búin að sjá “allt saman”. Þetta var svoldið mikið það sama aftur og aftur: matur, blóm, töskur og íþróttatreyjur…

…en blómin voru geggjuð og mig langaði svo mikið í fleiri, fleiri búnt…

…eins var dásamlega fallegt leirtau, mjög svo heillandi og spænskt…

…og alls konar ávextir og grænmeti – svo ferskt og fallegt…

…draumafangarar í massavís…

…svo eru skálar og allt þetta handmálaða dásamlegt…

…og svo auðvitað fullt af alveg ekta veskjum, en mörg mjög falleg…

…eftir markaðinn þá var þetta niðurstaðan…

…á sunnudeginum var síðan tekin stefnan á Sítrónumarkaðinn, eða Lemon Tree Market…

…og hann var í raun fjölbreyttari en Zenia-markaðurinn. En þetta er í raun úti í “eyðimörkinni” en mikið undir tjöldum og frekar flókin uppsetning, maður vissi eiginlega ekkert hvað var búin að skoða og hvað var eftir…

…svo gordjöss…

…þarna fékkst alls konar, skart og brjóstahöld og allt hitt…

…ótrúlega mikið af fallegu basti, mjög margt heillandi þar…

…mig langaði svo í margt þarna, en var ekkert nema skynsemin uppmáluð…

…og mikið af alls konar fallegu á veggi…

…það var margt þarna sem greip augað…

…svoldið öðruvísi…

…og þetta eru töskur og veski úr svona þunnum kork…

…falleg veskin…

…aftur gaman að rölta um en ég var ekki að versla neitt í þetta sinn…

…ég er að miða allt við markaðinn dásamlega í Xalo sem var alveg ótrúlegur, þar keypti ég talnabönd og alls konar fallegt – en á þessum tveimur núna var engin antík eða gamalt – þetta er allt saman nýtt.
Hér eru upplýsingar um Xalo-markaðinn:

…og ef þið viljið skoða myndir frá honum, sem eru vel þess virði að skoða – þá er hægt að smella hér að neðan:

…en þegar upp er staðið þá er alltaf gaman að rölta um svona markaði, þú þarft ekkert endilega að vera að versla til þess að hafa gaman að – þetta er meira svona stemmingin. Svo, ef að allt annað klikkað – þá eru nánast hægt að ganga að því að það eru seldir Churros og heit súkkulaði sósa, og það er alltaf góð hugmynd!

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *