Guadalest og Altea 2024…

…einn af þeim stöðum sem ég elska hvað mest að heimsækja í Spánarferðum er Guadalest. En þetta litla fjallaþorp með kastalanum er svo einstaklega fallegt og sjarmerandi að það er alveg einstakt.

Guadalest, eða El Castell de Guadalest, er fallegt fjallaþorp á Costa Blanca svæðinu í Alicante héraði, Spáni. Þorpið er staðsett á fjallstindi og er þekkt fyrir stórkostlegt útsýni yfir dalinn og nærliggjandi fjöll12.

Þorpið er með ríka sögu og var stofnað af Múslimum á 11. öld. Það er heimili kastalans L’Alcazaiba, sem er eitt af mest ljósmynduðu kennileitum Guadalest2Að auki er þorpið þekkt fyrir fallegar hvítþvegnar hús og þröngar steinlagðar götur2.

Guadalest er vinsæll ferðamannastaður með mörgum söfnum, kaffihúsum og verslunum. Það er einnig hægt að taka bátsferð á Guadalest vatnið til að njóta útsýnisins frá öðru sjónarhorni

…við höfum heimsótt Guadalest í það minnsta tvisvar áður, og ég færi hiklaust þangað aftur en þetta er einhver mest heillandi staður sem ég hef heimsótt – þorpið sjálft er heillandi, með þröngar götur og tröppur og litlar sætar verslanir…

Guadalest… – Skreytumhús.is (skreytumhus.is)

…þetta er samt kannski hvert öðru líkt, en samt svo ólíkt því sem við eigum að venjast hérna heima og þess vegna er þetta að heilla mikið – leirtauið og tréskálarnir sérstaklega…

…eftir að hafa farið í gegnum þorpið þá fikrar maður sig upp að kastalnum sjálfum…

…og þar er að finna safn, litlar verslanir og veitingastaði, og þessa dásamlegu kirkju…

…ótrúlega hlýleg og falleg, þrátt fyrir að flest allt sé í hvítu – en þar er þessi dökki viður að spila stóra rúllu…

…þessi verslun er við hliðin á kirkjunni og er einstök, þetta loft þarna inni er magnað!

…útsýnið af torginu í kastalnum er yfir einstaka vatnið sem liggur þarna fyrir neðan og þetta er nánast eins og frá öðrum heimi…

…og það er eiginlega eitthvað stórbrotið sem ber fyrir augun sama hvert litið er…

…myndin af vatninu er tekið þarna upp við hvítahúsið, svona til að hjálpa ykkur að átta ykkur á staðháttum…

…hérna erum við í Guadalest 2017…

…smá skrítið að vera mætt aftur og orðin minnst í hópnum, þrátt fyrir fyllta hæla…

…við ákváðum að fara einn hring um safnið og það er mjög áhugavert og gaman að skoða, og þaðan í gegn er hægt að komast efst í kastalann…

…en til þess að komast á toppinn þarf að þramma upp ansi margar tröppur…

…en útsýnið á toppnum er fagurt…

…og þarna allra efst er kirkjugarðurinn og magnað að að hugsa til þess að gengið var með kisturnar svona langa leið í oft ógnarhita…

…en það er vel þess virði að fara þarna upp og útsýnið verður fallegra og fallegra…

…svo er auðvitað bara að passa upp á lofthræðsluna, þegar maður er eins og ég…

…það er svona “vörður” meðfram öllum stígnum, sem sýna myndir úr píslargöngunni…

…svo er alltaf klassísk að snara einum vandalausum vegfaranda og fá hann til þess að smella af mynd…

…frá Guadalest lá leið okkur til Altea, en það er einstaklega fallegur bær, þar sem gamli bærinn einkennist af hvítkölkuðum húsum, þröngum strætum og ótrúlega heillandi andrúmslofti…

…ég var bara með símann á lofti og myndaði allt sem ég sá nánast, enda svo fallegt…

…göturnar liggja að litlu torgi, þar sem við eru alls konar veitingastaðir…

…og dómkirkjan sem er einstaklega fögur og mikilfengleg…

…eins og þið hafið sennilega tekið eftir þá elska ég að fara inn í kirkjur þegar við ferðumst og skoða þær gaumgæfilega, enda oftast stútfullar af fegurð og sögu…

…beint niður frá kirkjunni fórum við þessa litlu götu…

…og þar rákumst við á þessa litlu verslun – svo krúttleg…

…og við duttum inn á heillandi veitingastað – In Bocca Al Lupo…

…svo nutum við útsýnis, enda hægt að horfa vel yfir svæðið…

…og jújú, sami dagur og í Guadalest en annar kjóll – stundum langar manni bara að skipta 🙂

…dásamlegur dagur með mínu besta fólki – get ekki beðið um meira ♥

P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like –
þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *