…í byrjun júní fórum við í sumarfrí til Spánar og nutum þess að vera í sólinni í rúmar 2 vikur. Þetta var reyndar alveg sérlega langþráð frí þar sem það voru rúm 2 ár síðan við fórum seinast í frí, og ansi hreint mikið búið að ganga síðan þá – þannig að algjör slökun var það sem skrokkurinn og hugurinn þurfti. Auk þess þá vorum við boðin í brúðkaup hjá vinum, þannig að þetta var allt saman útplanað: sól, sæla og rómans 🥰❤…
…við notuðum VRBO.com og pöntuðum okkur íbúð þar í gegn, en það má finna sambærilega þjónustu og sömu íbúð í gegnum Airbnb og Booking. En þar sem við vorum í seinasta fríi á hóteli þar sem ansi mikið var að gerast, og mikil samkeppni um sólbekkina, þá langaði okkur bara að geta verið í notalegheitum…
…þegar maður er að velja svona gistingu þá er gott að gera sér strax lista um hvað það er sem þið leitið eftir, og í okkar tilfelli var það:
- Staðsetning (ekki of langt frá þar sem brúðkaupið er haldið)
- Sundlaug/sólbekkur
- WIFI
- Loftkæling
- Gistirými fyrir fjóra
- Svo verður það að viðurkennast að ég vildi gjarna hafa þetta sem huggulegast
…við fundum að lokum gistingu í Torrivieja og flugum því beint til Alicante og þetta var ca 50 min frá flugvellinum, en við vorum með bílaleigubíl allan tímann…
…þar sem gistingin er skráð víða, þá mæli ég bara með “googla” Fidalsa Moon Dunes + Torrevieja og þá kemur þetta upp.
…en við vorum mjög ánægð með gistinguna í heild. Þetta var svo sem ekki í spennandi hverfi til þess að rölta um eða slíkt, en það var alveg ótrúlega hljóðlátt þarna og við bara nutum þess að vera út af fyrir okkur. Það hafði verið bar þarna alveg við hliðina og hann var lokaður, og við vorum þakklát fyrir það en ég geri ráð fyrir að það hefði verið töluvert meiri háváði ef hann hefði verið.
…helsti ókosturinn var að rúmið var ekki mjög gott, en það stóð til að bæta út því…
…kostirnir við gistinguna voru að vera með sundlaug útaf fyrir okkur, ótrúlegur lúxus, þvottavél og geta bara þvegið handklæði og slíkt að vild, leikjatölva og Apple TV og því hægt að kúra sér bara inni á kvöldin og horfa ef manni langaði til…
…í svona gistingu er líka bara gott að vera jákvæðiur fyrir því óvænta, það komu t.d. upp framkvæmdir á hæðinni fyrir ofan og það fylgdu þeim háváði. Við gerðum ekkert í fyrstu en þegar þetta var orðið fullmikið (loftpressur og þvílík læti) þá sendum við bara póst á VRBO sem sendi á eigendur og þetta stoppaði. Það getur alltaf eitthvað komið upp úr en flest er hægt að laga…
…algeng spurning um verðið…
…og svo er bara að njóta og slaka, ekki amalegt – og muna að nota sólarvörn…
…og gróðurinn alls staðar er náttúrulega bara draumi líkastur og svo er bara að fara og finna sér nýja staði að borða á…
…það er líka eitthvað einstaklega dásamlegt við að vera í sólinni allan daginn, gera sig svo til og fara saman út…
…fórum í gamla bæinn í Alicante sem er svo fallegur…
…og ég varð að enurtaka þessa mynd frá 2017 – svakalegt hvað þessi tími líður hratt…
…svo var komið að brúðkaupinu og því var farið í sitt fínasta púss…
…og eins og sést berlega, þá er ég – þrátt fyrir háa hæla – langminnst í þessari famelíu 🙂
…dásamlega rómantískt strandbrúðkaup, þó að það væri aðeins meiri vindur en gert var ráð fyrir…
…en sólin kom á háréttu augnabliki og skein bjart á
þessi dásamlega fallegu brúðhjón – þessi fallegi dagur ♥
…og við tók alveg hreint geggjuð veisla, en þetta var allt svo fagurt og heillandi…
…sjáið bara kökuna ♥
…”hversdagsleikin” tók svo við daginn eftir, og litla barnið mitt er ekki svo lítið lengur…
…og svo ætla ég að gera sér póst um Guadalest og sýna ykkur nokkur innlit í verslanir sem ég tók þarna úti – eigið yndislega helgi ♥♥♥
p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.