Eilífðar breytingarskeið…

…í byrjun sumars fékk ég þessa gömlu góðu tilfinningu, að ég yrði að breyta aðeins til. Stundum held ég að ég geri þetta til þess að hafa meira gaman af því að þurrka af og þrífa. Það er leiðigjarnt að lyfta upp hlutum og þurrka af, en ef maður er að taka allt í burtu og byrja upp á nýtt – þá er þetta meira spennandi…

…en eins og svo oft oft oft áður, þá færði ég glerskápinn og hliðarborðið og lét þessa tvo hluti svissa um stað. En þetta er einmitt svona fullkomin leið fyrir mig til þess að fá smá útrás…

…borðið er þá komið á vegginn beint á móti borðstofuborðinu og spegill kastar birtunni aftur inn í rýmið…

…grey Molinn skilur ekkert í þessu róti á mér, sérstaklega þegar hann myndi kjósa það að ég leggist bara niður með honum í sófann og taki nett kúr…

…ég tók líka allt úr skápnum og þreif allar hillur og þurrkaði af, það er eitthvað sérstaklega notalegt við þá vissu að þetta sé allt hreint og fínt…

…fallegt að sjá gluggann speglast og það verður mjög bjart og fallegt að hafa þetta svona…

…svo leikur maður sér aðeins með uppstillingar og prufar að gera aðeins öðruvísi en seinast, og þar seinast, og þar áður…

…ákveðnir hlutir eru þá alltaf til staðar, og á þessu borði er það Kartell lampinn…

…það er líka extra notalegt að vera að þessu á svona dögum þar sem hægt er að opna út á pall og fá ferskt loftið beint inn…

…og um leið stokka aðeins upp á borðstofuborðinu! Stólarnir mínir eru einmitt á útsölunni í Húsgagnahöllinni núna, fyrir þá sem eru áhugasamir…

New Wilson – Húsgagnahöllin (husgagnahollin.is)

…og eldhúsið fékk sömuleiðis smá svona knús, þurkkað af og breytt til…

…og þar sem skápurinn er mikið mjórri en borðið þá skapast visst tómarúm, og í þetta sinn fyllti ég upp í það með teppi og geggjaða litla hliðarborðinu frá JYSK – teppið á stiganum gerir líka mikið til að fá kózýfíling…

…þarna var ég orðin rosalega glöð með þetta allt saman. Myndirnar teknar í maí og mér fannst allt orðið ferskt og fínt fyrir sumar…

…en í dag er júlílok og vitiði hvað ég gerði fyrir helgi? Færði allt til baka aftur.
Þetta er nú ágætt að geta haft ofan af fyrir sjálfum sér með þessu öllu! 🙂

Það er nefnilega alveg sama hversu oft ég geri þetta, þá finnst mér hinn uppstillingin vera “sú rétta” og ég er bara að rugga bátnum fyrir sjálfa mig 😉 Eru þið fleiri að tengja við þetta eilífðarbreytingarskeið?

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *