Húsgagnahöllin – útsöluinnlit..

…en eins og gengur og gerist eru útsölur í gangi núna, og því ekki úr vegi að njóta þess að finna eitthvað fallegt og að fá það á extra góðu verði. Húsgagnahöllin er alltaf svo einstaklega fallega uppsett, enda svo mikið af gordjöss vöru að ég tók bara endalausar myndir…

Smellið hér til þess að skoða útsöluna á netinu!

Húsgagnahöllin er með auglýsingu hérna á síðunni en þessi póstur er ekki kostaður sérstaklega og ég vel sjálf myndefnið.

…ef þið hafið ekki kynnt ykkur sælkeravörurnar sem fást í Höllinni, þá mæli ég með að gera það núna. En kryddin eru t.d. alveg einstaklega góð – sérstaklega mæli ég með Pizza og Pasta-kryddinu. Svo er líka olíur og annað slíkt, ekki bara bragðgóðar vörur heldur einstaklega fallegar…

…Broste Copenhagen merkið er í miklu uppáhaldi hjá mér, en matarstellið okkar sem við völdum okkur í brúðargjöf fyrir 19 árum er einmitt frá þessu merki. Stellin eru hverju öðru fallegra, en líka svo tímalaus og klassísk…

…og eins og alls staðar í Höllinni þá er nostrað við smáatriðin og svo gaman að skoða og fá hugmyndir…

…svo eru líka geggjuð hnífapör, í mörgum mismunandi litum og glösin eru líka alveg draumur…

…Einfaldleikinn er allsráðandi hjá Broste í stellinu þeirra Salt. Hvítur litur með fallegum gljáa og handmálaðri svartri rönd á köntunum.

Salt Archives – Húsgagnahöllin (husgagnahollin.is)

…Stanley sófinn í dökkbrúnu minnir mikið á Chesterfield og er alveg einstaklega fallegur og tímalaus…

Stanley – Húsgagnahöllin (husgagnahollin.is)

…einn af mínum uppáhalds, en það er hægt að hreyfa til bakpullurnar til þess að minnka dýptina á sessunum…

Smella til að skoða Liam sófana!

Þú vilt ekki standa upp úr þessum! Paso Doble er fallegur og þægilegur hornsófi með breiðri tungu.
Sófinn er með slitsterku ljósgráu áklæði en fæst í fleiri litum. Paso Doble sófinn fæst  í ótal samsetningum.

Smella til að skoða!

…ef maður er með sófa sem eru í hlutlausu áklæði, eins og t.d. þessi ljósgrái – þá er geggjað að velja hægindastól í lit til þess að poppa allt upp, og setja síðan púða í stíl í sófann og jafnvel myndir á veggina…

…Rondo hægindastóllinn er æðislegur, svo þægilegur og hægt að snúa honum í hringi – kemur í þremur litum!

Rondo – Húsgagnahöllin (husgagnahollin.is)

…High End sófinn frá Stolzz er hugsanlega mest kósý sófi sem hefur verið gerður og engin smá smíði en hann er 4,20 m á lengd…

Kemur líka í fleiri útfærslum, litum og stærðum.
Smella til að skoða!

…Cuddle hægindastóllinn er dýrðlegur, eins og faðmlag frá bangsa og í stíl getur þú fengið skemil, fæst í fleiri litum…

Cuddle Archives – Húsgagnahöllin (husgagnahollin.is)
Nordal Yalu sófaborð – Húsgagnahöllin (husgagnahollin.is)

…þessi er ótrúlega skemmtilegur, hann er svo retró og 60s eitthvað…

Benton hægindastóll áklæði hvítt – Húsgagnahöllin (husgagnahollin.is)

…Opus hægindastóllinn er líka æði, fæst í fleiri litum og áklæðum – m.a. í svörtu leðri…

Opus – Húsgagnahöllin (husgagnahollin.is)

…Nola-línan er ótrúlega fjölbreytt og skemmtileg. Kemur í natural eik, svartri og reyktri eik. Borðstofuborð, skrifborð og svo margt fleira…

Nola – Húsgagnahöllin (husgagnahollin.is)

…svona klukku á ég sjálf, risastór og svo einstaklega flott…

Klukkur – Húsgagnahöllin (husgagnahollin.is)

…þessir hægindastólar eru geggjaðir, sjá þessa liti!

Rouge er nútímalegur og þægilegur sófi með beinum, fallegum línum. 🧡
Glæsilegur sófi sem tekið er eftir. 😍 Fæst í þremur litum og með tunguna hægra eða vinstra megin.

Smella hér til að skoða!

…Toulon borðstofuborðið kemur í nokkrum stærðum og bæði natural og reykti eik…

Toulon Archives – Húsgagnahöllin (husgagnahollin.is)

…og þessir stólar eru gordjöss, og alveg eins og mínir…

Vintage borðstofustóll svartur með rattan sæti – Húsgagnahöllin (husgagnahollin.is)
New Wilson borðstofustóll askur/natur – Húsgagnahöllin (husgagnahollin.is)

…svo eru það öll borðstofuborðin og stólarnir sko – en það er svo endalaust mikið úrval af alls konar stílum og týpum, ótrúlega gaman að skoða og allir ættu að finna eitthvað fyrir sig…

Smella fyrir borðstofuborð!
Smella fyrir eldhúsborð!

…Muubs eikarhillan er svo stílhrein og töff…

Muubs Oaks vegghilla eik með járnhillum – Húsgagnahöllin (husgagnahollin.is)

…Einstaklega fallegt og vandað borð úr Editions línunni frá Skovby. Borðið er úr hvítolíuborinni eik og er stækkanlegt upp í 356 cm með þremur stækkunum sem fylgja. Einnig er hægt að sérpanta fleiri stækkanir aukalega og er borðið þá stækkanlegt í allt að 512 cm

…Kare glermyndirnar eru alveg einstakar, þær eru með svo fallegum litum og áferð að maður verður eiginlega að sjá þær með eigin augum til að njóta til fulls…

Kare Lady flower glermynd 100x150cm – Húsgagnahöllin (husgagnahollin.is)

…smávaran er líka alveg geggjuð þessa dagana, svo mikið til af fallegu…

…bæði vasar og kertstjakar…

…og sjálf elska ég vörurnar frá Muubs alveg extra mikið…

Kare vörumerkið er búið að fást í Höllinni síðan 2001 og hefur notið mikilla vinsælda. En það stendur fyrir hugmyndir sem eru einstakar, óhefðbundnar og ekta, aldrei leiðinlegar heldur alltaf fullar af ímyndunarafli og innblæstri.

Kare design – Húsgagnahöllin (husgagnahollin.is)

…þetta er hiklaust merkið fyrir þá sem þora:

Kare Design er skemmtilegt og vandað vörumerki frá Þýskalandi en það var stofnað árið 1981. Það er óhætt að segja að vörurnar frá Kare Design séu skemmtilegar og fangi augað – þær eru oftar en ekki litríkar og svolítið öðruvísi enda er leikgleði ávallt höfð að leiðarljósi.Stofnendur fyrirtækisins Jürgen Reiter og Peter Schönhofen hafa frá upphafi viljað framleiða vönduð húsgögn og muni á viðráðanlegu verði sem lífga upp á híbýli fólks. Þeir segja markmiðið ætíð hafa verið að skera sig úr fjöldanum og skapa frumlegar vörur fyrir fagurkera. Það má með sanni segja að þeim hafi tekist vel til því vörur Kare Design eru allt annað en dauflegar.

Kare Design hannar og framleiðir allt frá stórum húsgögnum að ljósum, speglum, mottum, styttum og öðrum skrautmunum. Það sem einkennir vörulínuna er að hönnunin veitir innblástur og kemur gjarnan á óvart.Jürgen og Peter segja litríka persónuleika sem þora að stíga út fyrir boxið starfa hjá Kare Design og að það endurspeglist í hönnuninni. Teymið hefur gaman af því að bregðast við nýjustu stefnum og straumum í hönnunarheiminum og leggja áherslu á að týnast ekki í fjöldanum. Jürgen og Peter eru sammála um mikilvægi þess að fólki líði vel heima hjá sér. Þeir segja heimilið griðastað sem veitir vellíðan og því skiptir máli að það sé fallegt, skemmtilegt og endurspegli persónuleika íbúanna. Þeir benda á að heimilið hafi áhrif á andlega líðan og því sé notalegt og rétt innréttað heimili ómetanlegt. Þetta er ein ástæða þesss að Kare Design hefur einsett sér það að gera fólki kleift að tjá persónuleika sinn inni á heimilinu og skapa sér fallegt og skemmtilegt rými sem veitir vellíðan.

…þessi spegill finnst æði, hann minnir svo á speglana hérna í denn…

…einn af mínum eftirlætisstöðum í Höllinni er “púðabarinn”, en þar er einstaklega mikið úrval af fallegum og djúsípúðum!

Smella til að skoða púðana!

…held að þetta hafi verið ein af mínum eftirlætisuppstillingum, það er allt fallegt hér…

…og þessi hilla er bara tryllt!

Light&Living Zyra vegghilla – Húsgagnahöllin (husgagnahollin.is)

Vona að þið eigið dásamlega helgi í vændum 

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *