…það er alveg hreint ótrúlegt að hugsa til þess að ég er búin að vera að skrifa hérna inn síðan 2011, það er ekkert smá langur tími. En þið sem hafið verið hér sem lengst, munið eflaust eftir strákunum okkar – en við áttum tvo labradorhunda – Raffa (1999-2015) og Storm (2008-2017). En þeir voru ansi stór hluti af póstunum hérna inni, og auðvitað risastór hluti af fjölskyldunni okkar. Það var því mikil sorg þegar við misstum þá báða á tveimur árum. Raffi var auðvitað orðin 15 ára þannig að hann hafði lifað löngu og ljúfu labradorlífi, en Stormur blessaður fékk krabbamein og það gerðist hratt og kom á óvart. Elsku kallarnir okkar ♥♥
Við vorum heppin að eiga elsku Molann okkar sem er alveg hreint dásamlegur og bestur. En það verður að viðurkenna að það blundaði í okkur óskin um að eignast aftur labrador, og sérstaklega hjá krökkunum sem eru alin upp með strákunum. Þannig að þegar fermingardrengurinn okkar fór að tala um það hvað honum langaði mikið í labrador aftur, þá ákváðum við að láta slag standa og fara að leita að goti.
Svo um daginn, þegar við komum heim frá Spáni, þá leið okkar daginn eftir að sækja nýjasta fjölskyldumeðliminn, en halló heimur – þetta er hann Nói ♥♥
Ég þarf nú varla að reyna að útskýra fyrir ykkur hversu mikið krútt hann er, myndinar tala sínu máli – en við skoðuðum hann fyrst í byrjun maí og kolféllum fyrir honum…
…og hér er hann með einum bróður sínum, hann er sá stærri…
…lítill forvitinn pjakkur…
…hér er síðan elsku mamman með allan skarann sinn – þvílíkur hópur…
…og eins og sést auðveldlega þá eru allir fjölskyldumeðlimir kolfallnir fyrir Nóa litla…
…og loksins fengum við að fara með hann heim…
…að sjálfsögðu nokkur pissustopp á leiðinni…
…og svo fékk hann að hitta Mola “stóra bróður”…
…og svo heim…
…og síðan er ég búin að vera að drekkja ykkur á instagram í hvolpa og hunda-spammi…
…þannig að þið getið rétt ímyndað ykkur að það á víst eftir að koma inn slatti hérna líka – við erum í það minnsta yfir okkur ástfangin ♥♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!
Til hamingju með þennan fallega strák
þetta eru nú meiri krúttin 🙂