Þrjár góðar..

…ég hef alveg ótrúlega gaman af fallegum “coffee table-bókum”, eins og þær kallast upp á enska tungu. En það eru bækur sem eru sérlega fallegar til þess að stilla upp með, auk þess að skoða innihaldið. Ég á orðið ansi gott safn, en langaði að taka saman þrjár sem eru nýlegar og í uppáhaldi hjá mér…

…um daginn pantaði ég mér The Art of Home á Amazone í Bretlandi. En þar er hægt að kaupa nánast allar sömu bækurnnar og í USA, nema það getur tekið lengri tíma að fá þær hérna heim. Kosturinn er hins vegar að sendingarkostnaðurinn er mikið lægri, en ég er ekki búin að tíma að panta mér frá USA í ansi langan tíma vegna þess hversu hár sendingarkostnaðurinn er orðinn.

Ein af nýju bókunum mínum er The Art of Home sem er eftir hana Shea McGee sem er ykkur eflaust vel kunn, enda bæði með þætti á Netflix, myndskeið á YouTube og svo heimasíðuna.

The Art of Home: A Designer Guide to Creating an Elevated Yet Approachable Home

Þessi bók er alveg afskaplega falleg, myndirnar eru mikið augnakonfekt og bókin er fullkomin á borð en ég er ekki enn búin að lesa hana spjaldanna á milli, en stefni þó á það…

…en algjörlega uppáhalds “svona” bókin mín er HomeBody eftir hana Joanna Gaines. En ég settist með þessa niður og las hana alla, og glósaði hana – svo peppuð varð ég…

Homebody: A Guide to Creating Spaces You Never Want to Leave

…myndirnar eru náttúrulega gordjöss, en hún er líka mjög skemmtilega uppsett og leiðir mann svoldið áfram. Þannig að mér fannst hún vera ótrúlega hvetjandi og skemmtileg…

…aðrar eftir hana Joanna Gaines eru þessar þrjár matreiðslubækur sem heitr Magnolia Table og eru svo með misjöfnum áherslum…

Magnolia Table: A Collection of Recipes for Gathering
Magnolia Table, Volume 2: A Collection of Recipes for Gathering
Magnolia Table, Volume 3: A Collection of Recipes for Gathering

…þær eru alveg sérlega fallegar, að innan og utan – ég þessar keypti ég í raun bara fyrir fegurðina, þar sem ég er minnsti uppskrifta-fylgjari í heimi 🙂

…en það er líka svo ótrúlega fallegt að nota bækurnar í uppstillingar og ég bara get ekki hætt að safna þeim, þarf að sýna ykkur nokkrar fleiri – t.d. eina sænska sem ég verslaði bara um daginn!
Vona að þið eigið dásamlega helgi í vændum ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *