Eik hönnun…

…mér finnst gaman að nota þennan miðil minn til þess að beina sjónum mínum, og þar af leiðandi vonandi ykkar líka, að litlum verslunum og hönnuðum, og vonandi að kynna ykkur fyrir einhverju nýju og spennandi.

Þessir póstar eru unnir af mínu frumkvæði og einfaldlega vegna þess að mig langar að dreifa með ykkur því sem mér þykir fallegt.

EIK hönnun er vefverslun sem selur veggspjöld sem bæði hægt er að kaupa útprentað og rafrænt, og er það Birta Eik F. Óskarsdóttir sem er bæði eigandi og stofnandi. 

Eik hönnun – heimasíða!

Allar myndir eru fengnar af heimasíðu Eik hönnunar.

Ég rakst á auglýsingu á Facebook og fór að skoða betur og mér finnst blómaveggspjöldin alveg sérstaklega heillandi. En það er sem sé mismunandi blóm sem tilheyra hverjum mánuði og hægt er að kaupa í þremur stærðum…

…svo er hægt að velja Fjölskyldumynd úr mánaðarblómunum sem tilheyra þinni fjölskyldu…

…en auk þess að velja blómin sem tilheyra fjölskyldunni þinni þá er hægt að velja smá grænt aukalega með, svona til að skapa hinn fullkomna vönd…

…mér finnst þetta ótrúlega skemmtilegt og gaman að gefa svona persónulega gjöf t.d…

…svo eru auðvitað fleiri týpur af veggspjöldum til, og margar mjög fallegar…

…alltaf gaman að finna eitthvað nýtt og spennandi!

ps. það þarf enginn að vera hræddur við að smellá á Like-arann, og svo er alltaf frjálst að deila póstunum ef ykkur langar!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *