Svefnherbergi – moodboard…

….það er svo mikið möst að eiga falleg og notaleg svefnherbergi, og eins og ég hef svo oft sagt – þá vilja þetta oft vera herbergin sem sitja á hakanum. Við erum alltaf að klára fyrst fyrir krakkana, svo þarf að kaupa nýtt sjónvarp, skipta út eldhúsinu.  En það sem þarf er í raun bara fernt:

  • Mála veggina
  • Gardínur og falleg rúmföt
  • Lampar (í réttri stærð)
  • Bónus, sem getur breytt öllu: HÖFÐAGAFL eða falleg rúmgrind

Í þetta sinn er ég að vinna með vörur frá JYSK, sem ég er í samstarfi við, en allar vörurnar eru valdar af mér og pósturinn er ekki kostaður sérstaklega.

Þessi rúmgrind er algjör draumur. Nýlega komin í verslanir. Svo ótrúlega fallegur liturinn á henni, og þessi djúsí gafl er alveg pörfekt…

Rúmgrind með geymslu – smella hér!

…auk þess eru þessar skúffur einhver mesta snilld sem ég hef séð lengi. Hvort sem væri fyrir rúmföt, púðana beint af rúminu, aukasængur, eða kannski bara skó eða annað slíkt…

…síðan langaði mig bara að hafa létt náttborð með, og ef þið viljið hafa auka geymslurými þá er hægt að nota bastkörfu innan í hillurnar eða undir hana…

Náttborð – smella til að skoða!

…lampar eru mikilvægir inn í rýmið og svo margir velja of lága lampa. Þannig að þessi lengst til hægri er alveg á tæpasta vaði þegar þið eruð með voldugan gafl, en hinir tveir geta verið alveg pörfekt…

Borðlampar – smella hér!

…ef pláss leyfir þá er geggjað að nota svona glerskápa inn í hjónaherbergi. Sérstaklega fyrir þá sem eiga fallega fylgihluti og hafa gaman af því að stilla þeim upp. Sjáið bara fyrir ykkur geggjaða skó, veski og annað skart þarna inni…

Glerskápar – smella hér!

…og það er nóg til af alls konar fallegum skrautmunum til að hafa með…

Skrautmunir – smella hér
Kertastjakar – smella hér!

…í fallega rúmið þurfum við svo falleg sængurver, og þetta hérna er alveg dásamlegt…

ELMA sængurver – smella hér!

…og svo fyrir þau sem vilja meiri liti og kannski bara sumarfíling –
þá finnst mér þessi hérna vera yndislega falleg…

Fiona sængurver – smella hér!
Fredrikke sængurver – smella hér!

…svo ef þið eruð eins og ég og notið fleiri en einn kodda, þá er svo fallegt að fá sér annan lit á aukakoddan og lak í stíl, eða t.d. þessi hvíti sem eru með blómum í kantinum, geggjaður með…

Auka koddaver – smella hér!

…gardínur eru líka svo mikil snilld til að breyta til og poppa aðeins upp rýmið, þessi litur er t.d. dásamlegur…

Fonna gardína – smella hér!

…svo ef plássið leyfir, þá er geggjað að koma inn snyrtiborði…

Tamholt skrifborð – smella hér!

…og setja með einhvern kózý stól að sitja á…

Maribo stóll – smella hér!

…og svo eru falleg loftljós alltaf punkturinn yfir i-ið…

Loftljós – smella hér!

…og svo þegar þetta kemur allt heim og saman, þá er þetta útkoman – smellur allt saman!

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur – eins má sko deila þessu í allar áttir, það væri bara yndislegt!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *