Vorkvöldin…

…mikið er þetta vor nú kærkomið og dásamlegt. Ég fylgist spennt með garðinum á hverjum degi, hvað er farið að grænka og hvað er rétt að fara af stað. Ég barasta get ekki beðið eftir að sjá garðinn í fullum skrúða – ég bara elska það!

En annað ótvírætt merki um að vorið sé komið er kvöldsólin dásamlega og þessi einstaka birta sem hún kemur með inn á heimilið. Ég var á leið fram í eldhús að fá mér að drekka þegar þessi sjón mætti mér og yljaði svo sannarlega því að hún var mætt, vorsólin…

…en hún gerir allt eitthvað svo extra hlýlegt og fallegt…

…litla hjólaborðið mitt frá JYSK finnst mér alltaf jafn fallegt, og ég er með marmaraplötu ofan á því – og meira segja líka með trébretti ofan á því. Samansafn af hlutum sem mér þykja fallegir og nytsamlegir. Eins sjáið þið hvar ég geymi diskamotturnar á “neðri” hæðinni..

Hjólaborð – smella og skoða!

…ein af algengustu spurningunum úr eldhúsinu eru hvaðan eru glerkrukkurnar og hvaðan eru hillurnar á veggnum? Glerkrukkurnar eru frá Borð fyrir tvo, JYSK og Húsasmiðjunni. Ég veit að þið getið fengið svona í Seimei.is núna og eins í Húsgagnahöllinni.

Efri hillan er keypt erlendis en sú neðri fæst í Tekk…

Vegghilla – smella hér!

…vasinn er svo fallegur og fékkst í Myrkstore á sínum tíma. En bæði diskamottan og skálarnar eru frá Húsgagnahöllinni líka. Svo vil ég endilega benda ykkur á greinarnar í vasanum, en þetta eru Ruscus greinar sem hægt er að kaupa t.d. í Samasem og þær standa í marga mánuði…

…inni í stofu er ég hins vegar með greinar sem standa að eilífu, sem sé gervi, og þær eru nú ósköp fallegar líka…

…Guðsmóðirin upplýst í kvöldsólinni og kertin fallegu eru frá Vigt…

það verður allt extra fallegt í fallegri birtu…

…ég sé það reyndar á þessari mynd að eucalyptusgreinar voru orðnar alveg þurrar, en þær standa svo sem alveg fyrir sínu. Bakkinn er að sjálfsögðu Holger frá Húsgagnahöllinni og hann er með afslætti yfir helgina, ef þið viljið skoða það…

Smella til að skoða bakka!

…og sama má segja um þessa stjaka sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér…

Smella til að skoða kertastjaka!

…ég fékk líka ansi margar spurningar út í gardínurnar okkar á Insta en þær eru frá JYSK og heita Unnen. Ég er búin að vera með þessar núna í ein 3 ár held ég og alveg ofsalega ánægð með þær…

Unnen gardínur – smella hér!

…þær eru þræddar beint á stöng en ef þið eruð með brautir þá held ég að það verði að sauma borða á þær…

…og það er einmitt út af þessum hérna sem mér þykir betra að vera bara með ódýrar gardínur sem auðvelt er að þvo og skipta út, en hann lýtur einmitt á þær sem handklæði eftir hvert bað. Hleypur um og “þerrar sig” í gardínurnar mínar, litli sæti þrjótur…

…hér er nærmynd sem sýnir ykkur hversu gróf áferðin eru á efninu – og það kemur mjög fallega út…

…en látið ekki blekkjast af gula litinum, en þær eru alveg hvítar á litinn – það var bara sólin sá um litasjóvið…

…yndislegur mæðradagsvöndur lifir enn góðu lífi…

…og þið sem fylgist extra vel með sjáið að ég tók glerið úr ljósinu yfir borðstofuborðinu, en það er vegna þess að mér leiddist alveg ógurlega að reyna að halda glerinu ryklausu og fallegu. Stundum er best að fara bara einföldu leiðina…

…eins og sést hérna, þá eru sömu gardínurnar líka í stofunni…

…talandi um vorið þá vona ég svo sannarlega að við eigum gleðilegt sumar í vændum – við eigum það sko alveg skilið ♥ 

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *