…það er alltaf ótrúlega gaman að finna nýja þætti til að horfa á og um daginn rakst ég á Farmhouse Fixer. Þáttstjórnandi er Jonathan Knight sem kannski sumar ykkar muna eftir úr New Kids on the Block, og hönnuðurinn Kirstina Crestin. Eins og nafnið gefur til kynna, þá eru þau að gera upp mikið af gömlum húsum á austurströnd Bandaríkjanna. Þættirnir eru sýndir á HGTV og þið þurfið því VPN og aðgang að þeirri stöð til þess að horfa á þá með löglegum hætti.
Það er þó hægt að horfa á brot úr þáttunum og annað sem þeim tengist á Youtube – smella hér! En mér þykir skemmtilegur stíllinn hjá þeim og hversu mikið þau halda í vintage útlit hlutanna þegar það er hægt.
…ekki endilega það sem ég myndi helst vilja sjálf, en kann að meta alúðina og hef ótrúlega gaman af að horfa á og fylgjast með ferlinu…
…fataherbergi sett upp á skemmtilegan hátt, nánast eins og verslun…
…þarf ekki alltaf að nota “hefðbundnu lausnina”…
…þessi gömlu viðarloft eru náttúrulega draumur…
…óhrædd við liti…
…nánast eins og að stíga aftur í tímann…
…töff þessi veggljós…
…þessar myndir eru allar frá einu verkefninu, og það er auðvitað margt annað skoða…
…hafið þið séð þessa þætti?
Photography:
@jaredkuziaphoto