Óskalistinn…

…mér datt í hug að taka saman smá óskalista fyrir mæðradaginn.
Hér tel ég upp nokkra hluti sem mig hefur dreymt um, en þó er alltaf bara klassík að gefa fallegan vönd á þessum degi, eða bara morgunmat í rúmið.  Því að þó að þetta sé klisja, þá snýst þetta ekki um “gjöfina” heldur bara hugsunina á bakvið, og það að gleðja mömmurnar ♥

 …mér finnst sniðugt að benda á vefverslun Krabbameinsfélagsins, þar sem hægt er að versla svo margt fallegt og leggja góðu málefni lið á sama tíma! Handblásnir glerfuglar frá Muurla í Finnlandi og – engir tveir eins. Koma í nokkrum litum: hvítur, svartur, brúnn, bleikur og blágrænn. Sjálfri langar mig í hvítan og blágrænan. Einnig til í minni stærð, sjá hér

Muurla glerfugl – stór – smella hér!

…annað frá vefverslun Krabbameinsfélagsins er bókin „Myndlist á heimilum“ sýnir yfir 450 myndlistarverk á 21 heimili á Íslandi. Bókin sem er í stóru broti inniheldur ljósmyndir af listaverkum sem hafa endað á heimilum safnara, listamanna og áhugafólks um myndlist. Hún er hluti af seríu fyrri bóka sem Gunnar Sverrisson og Halla Bára Gestsdóttir hafa gefið út og byggja á hugmyndinni um heimilið og þeirri persónulegu sköpun sem þar fer fram þegar fólk setur saman umhverfi sitt. Í þessari bók er sjónum beint að heimilinu og myndlistinni og hversu sterk áhrif hún hefur í því að segja sögu fólksins sem þar býr…

Þegar þú verslar í vefverslun Krabbameins­félagsins styrkir þú starf félagsins í þágu þeirra sem greinast með krabbamein og fjölskyldna þeirra.

Smella til að skoða!

…eins og þið vitið eflaust mörg þá hef ég sérstakt dálæti á skartgripunum eftir hana Lovísu snilling og nú á dögunum kom út ný lína frá henni sem er alveg hreint geggjuð og ég hef verið með alveg á heilanum. En það er perlulínan Haf sem kemur með nokkrum mismunadi útfærslum af skarti: men, armbönd og eyrnalokkar. Haf skartgripalínan er gerð á verkstæði ByLovisa í Garðabænum.  Línan er klassísk og elegant með fallegum ferskvatnsperlum.  Haf skartgripunum er gaman að blanda með öðrum skartgripalínum, t.d Fossfléttu og Hrygg.

Haf línan – smella hér!

…þar að auki er ég með eitt hálsmen efst á mínum óskalita, en það er úr línunni Stilla. Einstaklega fínleg hálsfesti með 7 háglans gylltum dropum.  Festin er fullkomin ein og sér en einnig með hálsfestum úr öðrum línum, td Hrygg eða fléttunum.

Stilla hálsmen 7 dropar – smella hér!

…klassísk gjöf er auðvitað falleg blóm í vasa, en mér finnst æði að gefa vasa með því þá áttu eitthvað eftir að vöndurinn klárar sig. Það fást t.d mjög margir fallegir vasar í JYSK, eins og þessi hérna að neðan.

Vasar í JYSK – smella hér!

…einn af þeim hlutum sem ég hef notað stöðugt síðan ég eignaðist hann er Holger bakkinn úr Húsgagnahöllinni, hann er geggjaður í eldhús, stofuna eða bara inn á bað ef pláss leyfir. Stöðugur og massífur, og bara svo svakalega flottur.

Holger bakki – smella!

…snyrtivörur er alltaf skemmtilegar til gjafa. Oft eitthvað sem maður lætur kannski ekki eftir sér en dauðlangar í. Þið þekkið ást mína á Sensai og það er hægt að versla það bæði í Beautybox.is og svo auðvitað í Hagkaup. Mæli t.d. með Total Finish púðurfarðanum fyrir þann sem er að byrja í Sensai og svo auðvitað Bronzing gelið, tvenna sem getur ekki klikkað.

Smella hér fyrir eldri pósti um Sensai!
Smella hér til að skoða Sensai í Beautybox!

…önnur snyrtivara sem er snilld sérstaklega fyrir sumarið er CC Body kremið frá Erborian, en þetta er eiginlega litað dagkrem fyrir líkama, sérstaklega nota ég þetta á leggi og smitar ekki frá sér í föt, gefur fallegan lit og hentar minni viðkvæmi húð.

Erborian CC Body – smella hér!

…dásemdin hún Ragnhildur hjá Jónsdóttir & co er alltaf að útbúa eitthvað fallegt, og auðvitað líka fyrir mæðradaginn.

Það að vera mamma eru einstök forréttindi & það að getað þakkað mömmu fyrir lífið eru önnur einstök forréttindi. Mæðradagspokinn er til hvítur & nú einnig kremaður. Í krúttpokanum er fallegt kærleiksspjald fyrir mömmu ásamt dásamlegum súkkulaðimolum úr Fair trade vottuðu lífrænu súkkulaði. Því mamma á allt það besta skilið.

Það er hægt að panta pokana í skilaboðum á Facebook-síðu Jónsdóttir – smella hér!

…brúsarnir hennar Vilmu frá VilmaHome hafa heldur betur slegið í gegn og þetta er nú alveg fullkomið handa mömmunni, alls konar litir og útfærslur og mamman verður þambandi vatn allan daginn!
Glasið er 1,2 lítrar.
Glasið heldur heitu 8 klst og köldu allt að 16 tíma+

Brúsarnir hennar Vilmu – smella hér!

…að lokum þá var vinkona mín og stórsnillingurinn hún KristaKetó að gera þetta líka dásamlega hálsmen sem fékk nafnið Lífsnistið. Lifa- Njóta- Elska og Næra er eitthvað sem við ættum öll að iðka og því er tilvalið að bera slík lífsins orð á brjósti sér til að minna sig á mikilvægi þeirra. Væmið ? Já en það er allt í lagi, lífið er allskonar og við eigum að njóta þess að vera til og vera nákvæmlega eins og viljum vera. Lífið er núna, njótum !!

Lífsnistið – smella hér!

Svo eru auðvitað Rigel töskurnar alveg fullkomnar í mæðradagsgjöf – fallegar og hentugar, gerist ekki betra! Smella hér til að skoða póstinn?
Hvað langar þig mest í?
Vona að þetta gefi ykkur einhverjar góðar hugmyndir, nótið dagsins! ♥

ps. það þarf enginn að vera hræddur við að smellá á Like-arann, og svo er alltaf frjálst að deila póstunum ef ykkur langar!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *