Fjölhæfasta húsgagnið..

… gætu verið bekkir, sem eru auðvitað snilld!

Ég hef oft sagt að bekkur séu eitt fjölhæfasta húsgagnið sem þú getur fengið þér, flottir við enda rúms, við borðstofuborðið, í forstofunni, á ganginum – og í veislum verða þeir auka sæti hvar sem vantar! 

Sama má í raun segja um skemla og kolla, þetta eru mublur sem er svo auðvelt að bæta við inn í rýmið, en auk þess bæta þær rýmið á margan máta. Koma með auka sæti, stundum auka geymslu og geta líka verið einmitt liturinn sem vantar inn til þess að “poppa” þetta allt upp. Bleikur skemill og bleikir púðar í sófann, og allir verða aðeins glaðari – ekki satt?

Ég var í Dorma um daginn og tók eftir að það er svo mikið úrval af bekkjum, skemlum og kollum núna – þannig að mér datt í hug að við skoðuðum þetta saman! Auk þess er Tax Free í gangi þannig að þið getið gert góð kaup ef þið eruð í innkaupahugleiðingum…

//samstarf

Retina skammelin eru æði og ég hef notað þau í svo endalaust mörgum rýmum. Þau eru dótageymsla og sæti fyrir foreldra í barnaherbergin, þau eru fullkomin í sjónvarpsrýmið fyrir teppin, og þau gera hvaða stól sem er að hægindastól þegar þú setur fæturnar upp á þau!

Smella til að skoða Retina skammel með geymslu!

…hér sjáið þið einmitt bleika skemilinn inni í íbúðinni hjá Binna Glee, en við vorum í miklum bleikum pælingum þar…

…og hér má sjá parað saman aftur þeim bleika, en með gulum púðum – ótrúlega skemmtileg innspýting á lit inn í rými…

…og svo aftur hér er gulur og gulir púðar…

…þessir litlu kollar finnast mér svo geggjaðir – sérstaklega er gullröndin neðan á að gera svo mikið. Þeir eru næstum eins og skartgripur inn í rýmið…

House Nordic Gamby kollur – smella hér!

…þeir standa bara í röðum og bíða eftir ykkur…

…notaði einmitt bleiku týpuna í herberginu hennar Guðrúnar Veigu í seinustu þáttaröð…

…velúrbekkirnir eru búnir að vera klassíker lengi, fullkomnir við enda rúmsins og svo flottir bara í forstofuna eða þar sem þér dettur í hug að skella þeim. Á t.d eina dásamlega vinkonu sem hreinlega safnar þeim 🙂

Glory bekkur Vic – smellla hér!

…dásamlegur svona…

…það er líka ein týpa sem er síðan úr öðru áklæði fyrir þá sem vilja uppbrot frá velúrinum…

Glory bekkur grárbrúnn – smella hér!

…þessi litli í boucle áklæði er mjög fallegur, ekta í svefnherbergið t.d…

House Nordic Boucle pulla – smella hér!

…sjáið bara hvað hann er flottur með svona dekkri við og svörtum fylgihlutum…

…velúrkollar með stungnum toppi, þessir eru æði…

House Nordic Ejby kollur – smella hér!

…fullkomnir í forstofuna þessir tveir, með plássi fyrir skó eða bara fallegar bastkörfur og hirslur…

House Nordic Vita bekkur svartur – smella hér!
House Nordic Padova bekkur með 2 hillum – smella hér!

…aðeins stærri útgáfa af velúrbekkjum, fyrir þá sem fá ekki nóg…

House Nordic Skiby bekkir flauel – smella hér!

…þessi kollur er ekta inn í svona boho-stíl, gæti verið æðisleg viðbót sem skemill við stól eða bara smá aukageymsla…

House Nordic Brooklyn skammel Bouclé grátt – smella hér!

…þessi hvíti með viðarbandinu um sig miðja er líka ekta í boho-stíl, keypti hann í jólagjöf fyrir dótturina. Finn hann því miður ekki á netinu en hann er enn til í versluninni…

…velúrsveppurinn er í miklu uppáhaldi hjá mér og ég notaði hann einmitt í barnaherbergi í seinustu þáttaröð. Alveg dásamlegur litur og áferðin á honum er ómótstæðileg…

House Nordic skammel – smella hér!

…sjáið hvað hann er flottur með bastinu ♥

…þessi trébekkur og kollur eru hreint dásamlegir inn á baðherbergið, tja eða bara hvar sem er, en ekta svona fyrir stakt kerti og glasið við frístandandi baðkarið…

Speedtsberg trékollur – smella hér!

Speedtsberg trébekkur – smella hér!

….þessi dásamlegi svarti velúrbekkur er með geymslurými og því fullkomin í svefnherbergið, þarna má geyma svo margt sniðugt 🙂

House Nordic Watford bekkur m/geymslu svart – smella hér!

ps. það þarf enginn að vera hræddur við að smellá á Like-arann, og svo er alltaf frjálst að deila póstunum ef ykkur langar!

1 comment for “Fjölhæfasta húsgagnið..

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *