….þegar ég setti inn póstinn með útihúsgögnunum núna um daginn þá voru svo ótrúlega margar ykkar sem höfðu orð á því að þið þyrftuð hjálp við að innrétta/skreyta á minni svölum. Þannig að mig langar að nefna nokkra hluti sem gott er að hafa í huga.
- Grunnurinn
- Notagildi
- Húsgögnin
- Smáhlutir og skraut
1.Grunnurinn:
Þegar ég tala um grunninn þá á að ég við bæði veggi og gólf. En það getur breytt svo miklu að gera smá ráðstafanir þarna til þess að allt verði fallegra. T.d. er mjög snjallt að setja gólfflísarnar, eins og fást t.d. í JYSK, á gólfin og þær koma bæði gráar úr plastefni og svo tréflísar. Þessu er einfaldlega smellt saman og auðvelt að aðlaga þær að þínum gólffleti:
Smella til að skoða Gólfflísar!
Með veggina þá getur verið fallegt að mála afmarkaðann flöt, veggi eða gólf, en það er oft erfitt t.d. í fjölbýlum og þá er snilld að setja t.d. veggpanila eða vegghillur sem er bara smeygt upp á skrúfur og hreinlega teknar niður yfir veturinn.
Ef hillurnar eru teknar niður þá er í raun hægt að nota bara alls konar “innihillur” úr réttum efnum.
Smella til að skoða vegghillu!
Mér dettur t.d í hug að skemmtilegt væri að nota þessar hérna vegggrindur frá JYSK, sem eru í raun ætlaðar sem rúmgafl, þær eru ómeðhöndlaðar og því væri hægt að bera bara á þær pallaolíu:
Smella fyrir Kettinge höfðagafl
Þá er svo auðvelt að festa alls konar veggpotta og skemmtilegt til þess að skreyta:
Eins hafa þessar hérna stálgrindur verið til í JYSK og gætu líka verið einstaklega flottar á svölum eða palli:
2. Notagildi
Áður en farið er að kaupa nokkuð á litlar svalir þá er nauðsynlegt að velta því fyrir sér hvernig þær verða mest notaðar:
Hvað eru margir sem eru að nota þær að staðaldri?
Hvað viltu helst nota svalirnar þínar í?
Viltu gera ráð fyrir að borða úti á svölum eða ertu að fara að prjóna í kózýfíling, eða auðvitað bæði?
Allt þetta hefur svo mikið vægi í hvað er best að kaupa inn á svalir. Ég var t.d. að aðstoða konu sem var komin með tvo tréklappstóla og lítið borð út á svalir, sem var alls ekkert þægilegt að sitja í – en hana dreymdi um að að sitja og prjóna úti á svölunum. Ég held líka að það séu margir sem gera þau mistök í að kaupa bara “lítil” húsgögn í lítil rými almennt, því að stundum er bara snilld að kaupa einn stóran og feitan stól og leyfa honum að njóta sín.
3. Húsgögnin
Þannig að þegar þú veist hvert notagildi svalanna þinna þarf að vera, þá er bara að finna það sem heillar. Best er auðvitað að finna húsgögn sem hafa tvíþætt notagildi. Dæmi um það eru t.d. geymslubekkir, þar sem þú getur sett ofan í púða eða annað smádót, svo er auðvitað hægt að setjast á þá og að lokum jafnvel nota sem hliðarborð og til uppstillinga.
Þessi bekkur er t.d. kjörin fyrir þetta, smella hér til að skoða!
Annað húsgagn sem er pjúra snilld á litlar svalir, þetta er almennt bara blómakassi sem lítið fer fyrir en svo er líka hægt að nota þetta sem lítið kaffiborð ef þarf, smella hér til að skoða!
Stórir og kózý stólar eru snilld á svalirnar sem þurfa ekki að þjóna mörgum
Gjern körfustóll – smella hér!
Halvrebene garðstóll – smella hér!
Nú ef það eru borð og stólar sem eru að heilla, þá er um að gera að velja sér stóla sem eru í þægilegri kantinum, svona kannski frekar en tré klappstólar (sem er ekki mest kózý kosturinn til lengri setu).
Svo má nefna að stóllinn vinstra megin er búin að standa úti hjá okkur í tvö vetur og er enn eins og nýr…
Eins er auðvitað snilld að vera með stóla sem er auðvelt að stafla saman og geyma…
Svo er gott að spá í að það eru til alls konar minni sófasett sem geta passað á svalir…
…og eins eru komnir útisófar sem eru einingar sem hægt er að raða saman að vild og þannig gætu hentað vel á svalir – svona hægt að sníða þá eftir svölunum…
4. Smáhlutir og skraut
Nú þegar grunnurinn er góður og húsgögnin komin, þá vantar okkur smáhlutina og skrautið – allt þetta sem gefur mýkt og hlýju og gerir rýmið kózý. Þá erum við að tala um allt tau – púða, mottur og teppi – grænt – blómin, hvort sem þau eru ekta eða gervi – og svo annað skraut.
Þó þurfum við að hafa í huga, að ef að svalirnar eru ekki yfirbyggðar – þá má kannski ekki missa sig nema þið nennið að eyða ansi miklum tíma í að hlaupa inn og út með það sem ekki má blotna…
Smáhlutir og skraut eru þá: mottur, púðar og slíkt, lýsing/seríur/luktir, blóm og blómapottar!
Hérna er það líka sem við blásum lífi og litum inn í rýmið.
Hér er t.d. skemmtileg hugmynd um að gera í raun skjólvegg úr gróðri á bakvið stóla…
…það má gera með því að nota t.d háar skrauplöntur sem fást í JYSK…
Smella til að skoða skrautplöntur!
…eins eru þessir pottar þá snilld, því þá má í raun nota sem skjólveggi og svo mætti skella bara plötu ofan á til að gera þá að borðum…
Smella til að skoða blómakassa!
…svo eru hengipottar auðvitað snilld, bæði til að setja á veggpanila, í loftið eða á handrið…
…luktir, seríur og annað er síðan dásamlegt til að skapa stemmingu…
Smella til að skoða útiljósin!
Smella til að skoða seríur!
…svo er líka snilld að hafa í huga að alls konar svona smáborð sem eru góð á svalirnar, geta auðveldlega nýst sem blómaborð innandyra yfir veturinn og eru auðveld í geymslu…
Eins og þið sjáið þá eru margir möguleikar og vonandi var þetta til þess að kveikja á einhverjum sniðugum hugmyndum hjá ykkur ♥♥
“Like” á allar myndirnar <3
Fullt af hugmyndum komnar við að skoða þennan flotta póst 🙂