Vorið í JYSK…

…þó apríl sé kannski ekki að bera með sér hitann og slíkt enn, þá hef ég trú á vorinu sem er á næsta leyti og langaði sýna ykkur hitt og þetta sem er komið í JYSK fyrir sumarið. Þetta fellur flest undir “sumarhúsgögn” en engu síður er svo margt sem er hægt að nota inni við eða auðvitað bara hvar sem hentar. Þannig að sumarhúsgögn eru málið, og sum eru ekki bara fyrir sumar.

//samstarf

Við höfum hérna lítið hliðarborð sem er úr stáli og svo trefjasteypu. Alveg fullkomið út á pallinn, en yrði líka svo töff rustic náttborð, eða bara blómaborð hvar sem er…

Otta hliðarborð – smella og skoða!

…ég hef auðvitað lofsunginn þennan körfustól fram og til baka. Það er ekkert að fara að breytast, svo mikið þægilegastur og flottastur. Geggjaður líka inn í unglingaherbergin. Við erum með okkar í dömuherberginu yfir veturinn og úti á palli að sumri…

Gjern körfustóll – smella til að skoða!

…ég hef lengi haldið því fram að bekkir séu með nytsamlegustu húsgögnunum og þessi er þar á meðal. Hann er geggjaður út á pallinn, aukasæti eða staður til þess að vera með punt. Svo má líka bara skella honum inn og smá gæruskinni ofan á…

Saunte bekkur – smella og skoða!

…svo finnst mér þessir geggjað fallegir…

Edderup bekkur – smella hér!

…mottur sem geta verið úti og inni eru snilld. Þessi er svoleiðis, og svona týpur af mottum eru snilld í forstofur – var með svona og tvö labradora og þær þola svo endalaust margt…

Lonas útimotta – smella til að skoða!

…þetta borð er búið að vera á óskalistanum hjá mér í tvö sumur og ég held að það verði í ár sem ég læt verða af því að kaupa mér það loks. En mér finnst þetta svo fallegt á pallinn og svo held ég að þetta sé sniðugt fyrir pizzaofninn þangað til við getum útieldhúsið…

Vallebo borð – smella hér!

…þessi stólar standa hér á bakvið hús hjá okkur og eru snilld. Bæði sjúklega flottir og svo hreyfast þeir ekki allan veturinn þar sem allt rok fer í gegnum þá, lof it!

Ilderhuse stóll – smella hér!

…ég held að þetta borð sé tvímælalaust eitt af mínum uppáhalds núna. Það tekur ekki mikið pláss og mér finnst það bara svo fallegt. Fæst bæði með svartri og með viðarborðplötu…

Rangstrup garðborð – smella hér

…koma líka saman í setti…

RANGSTRUP borð natur + 4 ILDERHUSE stólar – smella hér!

…dásamlegir stólar sem eru jafn flottir inni sem úti…

Edderup stólar – smella hér!

…eitt af nýjum settunum og mér finnst þetta svo flott. Svört stálgrindinn og svo dekkra lookið á bastinu…

Salten garðsett – smella hér!

…annað nýlegt og svo stílhreint og fallegt…

Kirkenes garðsett – smella hér!

…og eitt sem er einstaklega fallegt úr harðvið…

Ryddert garðsett – smella hér!

…annað af nýju vörunum sem er að heilla mig upp úr skónum, þessi hérna – ég held líka að hann mætti bara vera inni hjá mér – já takk!

HALVREBENE garðstóll/körfustóll natur – smella hér!

…svo þetta hérna hliðarborð – svo endalaust gordjöss, og ég sé það svo fyrir mér svart að lit!

KRAGEVIG hliðarborð Ø50xH50 harðviður – smella hér!

…þetta blóm er að kaupa nýtt fyrir sumarið og verður geggjað í stærri og voldugri blómapott…

SPINDEL skrautplanta H120cm – smella hér!

…þessi er snilld og ég sýndi hann um daginn á Instagram. Fallegt lítið hliðarborð, snilldarblómapottur og svo er þetta fullkominn felustaður fyrir router ef þú ert í vandræðum með hann…

PILFINK skrautborð Ø35xH37 natur – smella hér!

…litlar fallegar luktir eru æðislegar, og þessar væru dásemd í pergóluna í nokkrum mismunandi hæðum…

MYRSANGER rafhlöðulukt Ø12xH18 cm – smella hér!

…pottþétt sumarlegast nýju skrautblómavöndurinn, og vasinn er æði!

KRISTIAN skrautplanta H60cm vöndur – smella hér!

…þessi skál er náttúrulega bara draumur, sjáið þið ekki sumarsalatið fyrir ykkur í henni?

VEGARD skál Ø30xH9cm grá – smella hér!

…annað uppáhalds skrauttré á pallinnn, eða inn í stofu…

Ólífutré – smella og skoða!

…mikið úrval af fallegum útistólum, svona þessum sem eru svo flottir tveir saman eða einn sér – fyrir svalirnar eða bara uppáhalds kózýstaðinn…

VALLESTRUP garðstóll natural – smella hér!
DANNEMARE garðstóll grár – smella hér!

…ég vona að þið séuð að njóta helgarinnar og gera eitthvað skemmtilegt ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *