…eins og ég sagði ykkur frá í innlitinu í JYSK á Bíldshöfða (sjá hér) þá eru BBB-dagar fram á mánudag. BBB eru sem sé Big Blue Bag dagar og þá mætir þú með stóra bláa pokann þinn, eða færð poka í versluninni, og allt sem fer ofan í hann fer á 20% afslátt. Ég ákvað að einbeita mér að smávöru sem myndi hentar til þess að leggja á fallegt páskaborð…
…ég geri þetta auðvitað eins og mér líkar best og er í natur-línunni alla leið. Læt síðan litina í blómum um að poppa þetta upp…
- Dúkur með röndum
- Servéttur með röndum
- Glös
- Diskar
- Skálar
- Vasi
- Stór skál fyrir skreytingu
- Tré kertastjakar
- Skrautblóm
- Diskamotta
- Servéttur með blómum
- Dúkur með blómum
…ég var auðvitað alveg búin að steingleyma að nýja eldhúsborðið okkar 250cm að lengd og því eru almennir dúkar of stuttir á það, en notaði þá bara fínu gardínuna mína sem ég hef notað endalaust…
…diskamotturnar eru í uppáhaldi og ég nota þær endalaust mikið, og svo eru þessir diskar alveg sérstaklega fagrir…
…ég féll líka alveg fyrir þessari skál og sá strax fyrir mér skreytingu með litlum páskaliljum í hana, þannig að þrír litle tete-pottar voru settir ofan í, smá mosi og grein með gulum blómum og skreytt með hreiðri…
Getið smellt hér til að horfa á myndband!
…ég er svo mikið að fíla þennan rustic einfaldleika, og þetta vatnsglas er meira að segja að gera svo mikið fyrir mig hérna með…
…nú ef þú fílar ekki skreytingu í skál, þá prufaði ég líka að nota bara vasa með skrautblómum…
…og hér er lítill kertastjaki sem ég setti einn pott ofan í, smá mosi og við höfum fallega páskaskreytingu…
…það gerir líka svo mikið að dreifa litlu Cadburys-eggjunum, í gulu pokunum, á borðið – fá smá svona pastel liti með…
…eins finnst mér þessi kertastjakar svo fallegir, það er eitthvað svo hlýlegt við dökka viðinn…
…síðan prufaði ég að setja vasann á hjólaborðið, og það er fallegt kombó – þið sjáið líka hvar ég geymi diskamotturnar svona almennt á neðri hæðinni…
Sortebro hjólaborð – smella hér!
…en það gerir svo mikið að týna saman svona nokkrar greinar saman í vasa…
…það þarf ekki að vera flókið til að vera fallegt, og hér er bara eitt einasta páskaegg eftir við skálina – búið að borða öll hin…
…annað sem kæmist líka auðveldlega í pokann er ólífutréð og vasinn
sem ég sýndi ykkur um daginn – sjá póst…
…vona að þið eigið yndislegan dag! ♥
ps. þætti ótrúlega vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum – það er mér mjög dýrmætt! ♥