…þá er komið að seinni fermingunni hjá famelíunni. Þar sem sonurinn hefur ákveðið að láta ferma sig í mars næstkomandi. Dóttirin fermdist 2020, á því mikla Covid-ári og þá varð ekkert úr eiginlegri veislu. Við vorum með lítið kaffi hérna heima fyrir alllra nánasta hring og meira segja margir okkar nánustu sem komust ekki, sótthví eða annað sem hamlaði. Þetta verður því fyrsta fermingarveislan sem við náum að halda, vonandi. Við erum með stóra fjölskyldu í kringum okkur og gerum því ráð fyrir alveg 80-90 manns í veisluna – þó við reyndum að halda þessu frekar innan marka. Salurinn er kominn á hreint og veitingar eru að verða ákveðnar. Þá er það það sem mér þykir skemmtilegst – skreytum þetta allt saman.
Við erum heppin með að salurinn er mjög fallegur og það þarf ekkert mikið að skreyta í kringum hann sérstaklega – ekki eins og sumir salir þar sem maður “þarf að fela” alls konar sem manni þykir kannski ekki fagurt. Þannig að ég ræddi við soninn fram og til baka, viltu a eða x? Viltu X eða Z? Svona til að komast að hvað honum langaði mest. Svarið kom um hæl: “mamma, ég vil bara fá að fermast og eitthvað gott að borða – þú mátt sjá um rest”! Gott og vel, ég er komin með “veiðileyfi” á þetta allt saman, en þó – ég er enn að bera þetta undir hann.
Fyrsta pæling var svona í þessa átt:
Í horninu sjáið þið gardínu. En pælingin er að vera með hvítan dúk og setja svona hörefni óreglulega yfir matarborðið, til þess að sá skemmtilegti grunn fyrir veitingarnar. Gardínur t.d. í JYSK eru alveg 3m á lengd og því alveg kjörnar í þetta. Svo eru fánalengjur úr svona stífuðu strigaefni ef hægt er. Trékassarnir voru hugsaðir sem upphækkanir á matarborðið, því það gerir svo mikið að fá “palla” sem hægt er að stilla blómum og kertum á. Þriggja hæða diskarnir eru svo frá Húsgagnahöllinni, og ég á 2 stk af þeim – fullkomnir í þetta. Trédiskurinn er frá JYSK og þeir voru á 50% afsl á útsölunni og ég keypti þá þrjá. En hugsunin er að blanda saman svörtum og viðar diskum undir matinn eins og hægt er.
Síðan sést bland í poka af kertastjökum og vösum, þessir eru allir frá JYSK og ég á þá til hérna heima og setti því inn. En það er bara spurning um að para saman því sem manni finnst fallegt. í hægra horninu eru strá, en mér datt í hug að það gæti verið gaman að nota stráin með/eða í staðin fyrir afskorin blóm.
JYSK – stór tréplatti
Húsgagnahöll – Nordal Assam 3ja hæða diskur (set inn hlekk þegar hann kemur aftur)
…þannig að ég týndi saman hluti hérna heima og setti saman á borðstofuborðið, til þess að mynda fyrir ykkur og að hjálpa mér að sjá þetta allt út. Stóri vasinn á myndinni frá Fakó og er gamall, en hann er einmitt í svona brúnum tónum og passaði því við það sem ég hafði í huga. Stóru kertastjakarnir eru frá Myrkstore, gólfstjakar en mjög fallegir og dramatískir á svona veisluborð…
…þessi svarti diskur en minni Holger-diskurinn frá Húsgagnahöllinni, og hann er í fullkominni stærð til þess að gera kertaskreytingu á. Blómahringurinn er gerður úr skrautblómum frá JYSK, þrjú saman sem ég vafði í krans og sýndi á Instagram. Ofsalega einföld leið til þess að útbúa skreytingu utan um kerti.
Svartur diskur – Húsgagnahöll
Skrautblóm – JYSK
Litlu skórnir voru á skírnartertunni hans og ég var svona að spá í hvort að ég ætti að nota þá með…
…kertið þykir mér alveg einstaklega fallegt en það kemur frá Vast.is. En ég er búin að þekkja hana Vaivu í mörg ár og hún gerði einmitt fermingarkerti fyrir dótturina líka…
…ég fékk bæði kerti og gestabók hjá henni að gjöf, bæði þá og núna, og ég er svo hrifin af þessu. Stílhreint, fallegt og tímalaust. Gestabókina er hægt að fá merkta að framan með Ferming eða Gestabók, og ég valdi Gestabók – þar sem það er þá hægt að nota hana við fleiri tilefni í lífi barnsins…
…Vaiva skrautskrifar líka innann í bókina, og ég fékk hana til þess að setja ritningarversið sem drengurinn valdi sér líka innan í…
Fermingarpakki – bók, kerti og skrautritun
…kertið er hægt að fá líka í fleiri útfærslum…
…við ákváðum að vera ekki með merktar servéttur og mér þótti kjörið tækifæri að ná í smá fallega litatóna í þeim, þannig að ef afskorin blóm verða fyrir valinu þá er hægt að horfa á svipaða liti…
…það kemur mjög fallega og hlýlega út að blanda saman brúnum tónum, í glerinu, og viðardiskum/plöttum með svörtu…
…þriggja hæða diskar eru líka snilld á veisluborðið, því það verður allt svo einstaklega fallegt á þeim…
…eins og sést hérna – þessir gylltu er gamlir og fengust í JYSK fyrir mörgum árum…
…ég er búin að eiga kortastandinn í mörg ár og í hann fara síðan ljósmyndir og planið er að hafa hann hjá gestabókinni. Stafurinn er líka gamall, keyptur erlendis eins og standurinn…
…glerkassinn er gamall frá JYSK og planið er að nota hann sem kortakassa, en það er alls ekkert nauðsynlega að hafa kassa – þetta getur eins verið opið ílát eins og vasi eða eitthvað slíkt…
…fánalengjur eru frá Shein, en ég pantaði þær fyrir einhverju síðan en fást enn…
…báðir krakkarnir okkar fengu sálmabækur í skírnargjöf, þar sem er búið að gylla á nafn og skírnardaginn, þannig að ég á eftir að fara með bókina og láta bæta við ferminingardegi og dagsetningu…
…fyrir fermingu dótturinnar fengum við kökutoppa í Puha, og ég er að velja slíkum fyrir mér aftur. Það kemur í ljós fljótlega – maður þarf ekekrt að velja allt strax…
…hér er líka spurning sem barst á Instagram og kannski ágætt að leyfa henni bara að fylgja með…
Þegar ferming (eða stórveisla) er framundan þá eru það ákveðnir hlutir sem þarf að skipuleggja í tíma. Fyrst og fremst er það gestalistinn, því að fjöldi gesta getur skipt sköpum þegar ákveðið er húsnæðið.
Hér er því ágætis tjékklisti sem ég setti upp:
- Veislan
- Gestalisti (við gerðum tvo, einn sem var með öllum hugsanlegum gestum – og annan með færri gestum) – þægilegt þegar er verið að spá í stærð salar og öðrum kostnaði.
- Húsnæði – ef veislan er haldin í heimahúsi þá er þetta ekki vandamál, en ef á að leiga sal þá þarf að gera þetta með góðum fyrirvara – helst árið á undan.
- Veitingar – heimagert eða aðkeypt?
- Skreytingar/þema – kaupa/nýta
- Gestabók
- Sérstakt fermingarkerti?
- Servéttur
- Aukreitis í veislu – td Photobooth
- Fermingarbarnið:
- Fatnaður/skór/skart
- Greiðsla – ef farið er á stofu þarf að panta þetta með góðum fyrirvara
- Sálmabók/hanskar
- Fjölskyldan:
- Fatnaður/skór
- Klipping
- Myndataka
Mikilvægt er að hugsa líka út í myndatökuna í tíma, en það er hreint ómetanlegt að eiga góðar myndir frá svona tímamótum. Eins mæli ég með því að öll fjölskyldan sé með á einhverjum myndunum, því að maður getur aldrei átt of margar famelímyndir, ekki satt? Við ætlum t.d. að vera með ömmur og afa á einhverjum myndum, sem mér finnst yndislegt.
Þá læt ég þetta duga fyrir þennan póst, næst er að sýna ykkur smá mini-meikóver sem við gerðum á herbergi tilvonandi fermingardrengs ♥
Þetta er alveg æðislega flott og fallegt 🙂