…ef þið munið eftir póstinum sem ég var með um útisvæðið okkar, þessum hér (smella), þá var ég að kvarta eitthvað yfir snjóleysinu og að mig langaði svo mikið í meiri snjó og leyfa þessu að njóta sín til fulls.
Skemmst er frá því að segja að á öðrum degi snjóa byrjaði að snjóa og allt hér breyttist í dásamlegt vetrarland, mér til mikillar ánægju…
…ég var grínlaust eins og lítið barn á jólum á þessum degi, alltaf að hlaupa út og mynda meira og meira og sjá hvernig allt breyttist með meiri snjó…
…en þessi dásamlega fallegi og miklii snjór settist á allar greinar og gerði allt svo dásamlega jólalegt…
…svo þegar ég sá þessa mynd þá varð ég sannfærð um að þetta væri bara nýja eftirlætisjólamyndin mín, þetta er bara eins og jólakort…
…seríurnar á tréverkinu eru frá Bauhaus, en þær sem eru í trjánum eru frá JYSK. Allar hafa staðið sig með prýði þrátt fyrir fannfergið og rigninguna þar á undan. Stjarnan undir pergólanu er frá Húsgagnahöllinni og er líka undurfögur að mínu mati…
…en enn og aftur, gleðin að sjá eitthvað svona sem maður er búin að sjá fyrir sér verða að veruleika og fara fram úr björtustu vonum, gleði gleði gleði…
…vona að þið eigið notalegan næstsíðasta dag ársins, en ég er að verða ansi spennt að kveðja þetta ár ♥
ps. það þarf enginn að vera hræddur við að smellá á Like-arann, og svo er alltaf frjálst að deila póstunum ef ykkur langar!
Váááá þetta er alveg æðislegt hjá ykkur 🙂
Ævintýralega fallegt.
Hvað heitir tréð (eða stakstæði runninn) sem er þarna á síðustu myndinni með svo fallega krónu?
Þetta er Sýrena, en það var áður veggur næstum alveg upp við hana og hún á enn eftir að jafna sig betur (vonandi) og krónan að laga sig.
Kærar þakkir fyrir svarið og fyrir þessa skemmtilegu síðu.