…ég hef áður sagt ykkur frá fallegu Myrkstore.is sem er í eigu hennar yndislegu Tönju Maren. Myrkstore er með alveg einstaklega fallegar vörur og hún Tanja bauð mér upp á afsláttarkóða fyrir ykkur og ég þáði það að sjálfsögðu með þökkum – þannig að í lok póstins er afsláttarkóðinn fyrir ykkur, sem er 20% afsláttur af allri smávöru og gildir út Þorláksmessu 23.des – en fyrst, þá langar mig að sýna ykkur nokkrar af dásamlegu vörunum sem í boði eru og leggja á jólaborð fyrir ykkur…
Smella hér til þess að skoða úrvalið í Myrkstore.is
Smella hér til þess að skoða Facebook-síðu Myrkstore.is
Ég hef áður sýnt ykkur innlit í verslunina sem hefur tekið vaxtarkipp og fært sig af netinu og er búin að opna í Faxefeni 10 á 2.hæð, fyrir ofan Módern og á móti Erninum. Þið getið smellt hérna til þess að skoða opnunartíma! Eins hefur aukið mikið úrvalið af einstökum húsgögnum, eins og t.d. þessu rúmi…
…jólastjörnurnar hafa líka verið sérstaklega vinsælar, en þær eru alveg dásamlega fallegar og margar ólíkar týpur til. En þær koma allar með ljósastæði og í veglegum kössum, fullkomið til gjafa…
…svo er til bæði fallegt borðstofuborð og stólar, og ég fékk innblástur í að leggja bara á smá jólaborð fyrir ykkur með vörum frá Myrkstore…
…þannig að ég tók nokkrar vörur heim og ætla að sýna ykkur það sem var að heilla…
…en ég lagði á svona natur jólaborð sem mér þykir alveg sérlega fallegt…
…tauservétturnar eru sérstaklega fallegar, í svona hör/naturlit með mynstri af greinum og könglum. Jóló en samt ekki bara jóla, þessar má nota allt árið um kring…
…svo eru það fallegu hnífapörin, en þau eru til bæði svona hvít og gyllt sem mér þykja einstaklega hátíðleg, og svo í svörtu sem eru bara töff…
…vasinn kemur líka frá Myrkstore, en hann er nánast eins og klaki svona á borðinu – ótrúlega fallegur og sparilegur…
…diskamotturnar koma í tveimur litum, þessi hérna og svo svartar. En þær eru mjög liprar og mjúkar…
…stjakinn er svo fallegur til þess að skreyta á mismunandi vegu, en hér setti ég bara einfaldar slaufur á hann og svo thujagreni á borðið sjálft…
Kertastjaki svartur – smella hér!
…litlu jólasveinarnir koma þrír í pakka og eru með upphengi á, en ég leysti bara bandið og leyfði þeim að standa á borðinu. Svörtu trén dásamlegu eru frá Ker og fást ekki í Myrkstore (smella hér til að skoða Ker!)…
Jólasveinar 3 í pakka – smella hér!
…gylltu servíettuhringirnir koma líka í tveimur þykktum og líka í svörtu…
Servíéttuhringir – smella hér!
…er að elska þetta kombó, þetta er alveg hreint uppáhalds!
…stílhreint og náttúrulegt og alveg eins og ég vil hafa það…
…síðan verð ég að benda ykkur á þessa hérna gordjöss gólfkertastjaka, en ég þarf að ná betri myndum af þeim og setja inn. Svo einstaklega fallegir…
Gólfkertastjakar – smella hér!
…og svo eru það auðvitað dásamlegu pappastjörnurnar, sem eru alveg ómótstæðilegar í gluggann – eða bara þar sem pláss er…
…Jamar bakkann hef ég átt í mörg ár og hann er alltaf í jafn miklu uppáhaldi, stór og stöðugur, og frekar hár fótur. Fullkomin til þess að nota í svo margt.
…og svo er æðislegt að hafa bara kerti í honum….
…svo er víst rétt að benda á að PomPom púðinn yndislegi, sem er nú alveg draumur, er líka frá Myrkstore…
Ég mæli svo sannarlega með að þið skoðið þessa fallegu verslun og með því að nota
afsláttarkóðann: skreytum þá fáið þið 20% afslátt af öllum smávörum!
Þið setjið einfaldlega kóðann inn í körfunni í rauða hringinn…
Smella hér til þess að skoða úrvalið í Myrkstore.is
Falleg verslun, sem er með persónulega þjónustu og dásamlegar vörur. Ég er alveg 100% viss um að þið finnið fallegar jólagjafir, handa sjálfum ykkur eða öðrum ♥♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!