…á annarri hæð í Holtagörðum er Fakó til húsa. Þetta er alveg einstaklega falleg verslun með mikið af vörum sem höfða svo mikið til mín. Ég er t.d alltaf mjög skotin í House Doctor-merkinu og á þó nokkuð af hlutum frá því. Ég ætla að byrja þennan póst á smá innliti í Fakó, af því tilefni að það er Jólakvöld í versluninni í kvöld á milli kl 17-20!
Jólakvöld Fakó 2023
Smella til að skrá sig á viðburð!
Árlegi jóladagurinn okkar verður haldinn miðvikudaginn 6. des að þessu sinni.
20% afsláttur af öllum vörum þann dag.
Kynningar verða kl. 17-20 á Meraki og Nicolas Vahé sælkeravörunum.
Milli kl. 17-19 verður boðið upp á smakk og ætla þeir Hjörtur Stephensen og Gunnar Hilmarsson að spila létta jólatónlist fyrir okkur.
María Krista verður með pop up hjá okkur, hún ætlar að vera með 20% af sinni hönnun
Sigga með Nepali vibe armböndin verður á staðnum.
Þau hjá Krafti verða hjá okkur að selja súkkulaði vetrarlínu Omnom til styrtar Krafts.
Okkur þætti vænt um að sjá sem flesta!
Ég fékk nokkra hluti með mér heim sem ég skreytti og þið getið séð þá í seinni hluta af póstinum…
…ég mæli alveg innilega með að taka einn rúnt þarna inni – ef ekki fyrir neitt annað en að fá innblástur…
…einstaklega falleg stillt upp búð og alltaf gaman að skoða…
…því eins og þið sjáið þá er mikið til, og svo margt sem heillar – geggjað þetta borð t.d…
…líka einstaklega mikið af fallegum ljósum…
…en í þessum pósti ætlum við svona meira að einblína á jólin og því sem þeim tengist…
…en það eru svo fallegar jólavörurnar frá House Doctor, þær eru svona einfaldar og stílhreinar…
…afskaplega mikið af fallegum bökkum og slíku til skreytinga…
…pappastjörnur í mörgum litum og stærðum…
…þessi fannst mér alveg æðislegur…
…og svo allt þetta smálega, bjöllur, skraut og kúlur…
…annar dásamlega fallegur bakki…
…úff þessi tré og þessir pottar – love it!
…algjörlega fullkomið!
…hérna sjáið þið síðan það sem fór heim með mér, tvö mismunandi hengi – stórir kertastjakar í tveimur stærðum – tveir ólíkir vasar…
…og svo var ég auðvitað með margskonar smálegt til þess að nota til skreytinga…
…fyrstur er gyllti vasinn, sem var alveg fullkominn fyrir smá blautan Oasis-kubb og að setja bara lifandi skreytingu í…
Gylltur vasi – smella til að skoða!
…og þegar allt er komið, þá varð útkoman þessi! Smá svona retrófílingur í henni fannst mér…
…það er ekki flókið að útbúa svona og snýst kannski helst um hugrekkið að byrja. Þið getið líka kíkt á myndband inni á Instagram hjá mér og séð þetta í framkvæmd…
…þessir geggjuðu og mjög stöðugu kertastjakar eru nógu stórir til þess að standa á gólfi, en eru líka geggjaðir á borð. Mér datt strax í hug að breyta þeim bara í tvö jólatré. Vafði utan um þá með greinum og furu til skiptir…
Kertastjaki stór – smella til að skoða!
Kertastjaki minni – smella til að skoða!
…útkoman urðu þessi rustic og skemmtilega úfnu jólatré…
…svo þegar við skellum smá slaufu á og kveikjum á kertum þá verður þetta bara hátíðlegt…
…þessi græni vasi er svo fallegur. Svo fööööölgrænn tónn á honum og svo góður “hálsinn” þar sem hann tekur vel utan um vöndinn og heldur honum á sínum stað. Svo þarf ekkert meira en bara smá slaufu og eina bjöllu til að gera þetta hátíðlegra…
…svo voru það hengin tvo – en hringurinn var vafinn með fínlegu greni, smá brúðarslöri og eucalyptus. En stöngin fékk bara furugreinar (þið getið séð hana upphengda í versluninni – en hún væri t.d. fullkomin fyrir samverudagatal). Hringinn má síðan skreyta að vild, eða bara njóta þess að hafa hann svona…
Skrautstöng – smella hér!
Skrauthringur – smella hér!
…eins og áður sagði þá eru skreytingarnar komnar niður í verslun Fakó og þið getið kíkt á þetta allt saman á Jólakvöldinu á milli kl 17-20. María Krista vinkona mín verður t.d. þarna með fallega skartið sitt og ég mæli innilega með að kíkja við ♥♥