Iittala Thule – nokkrar hugmyndir…

…um jól hef ég alltaf fengið þó nokkrar fyrirspurnir um stóru skálina frá Iittala í Thule-línunni. Ég á ekki sjálf skálina þannig að ég fékk hana að láni hjá Húsgagnahöllinni, en þar er gríðarlega mikið úrval af Iittala-vörum. En hér fáið þið póst með nokkrum útfærslum og eflaust bæti ég síðan fleiri myndum inn í með tímanum.

Fyrsta útfærslan var fyrst sýnd í póstinum hér – smella!

#1
En hérna er notast við kertahring frá JYSK sem er bara settur ofan í skálina og svo skreytt í kringum með gervigreni og könglum! Greinarnar eru uppseldar, en það eru geggjaðar lengur sem hægt væri að klippa niður að vild.

#2
Hér eru líka kertahringir settir ofan í skálina. Þessir koma frá Húsgagnahöllinni og er svo fallegir. Þetta eru fjórir hringir sem þið raðið að vild, og getið þannig stjórnar því vel hvernig kertin eru staðsett í skálinni. Svo má bara bæta við könglum eða jólakúlum eða hverju sem ykkur langar að nota og sjá.

#3
Sjálf var ég mjög kát með þessa hugmynd sem byggist á því að nota gervisnjóinn í botninn á skálinni, og síðan er ég einfaldlega með botn úr gömlu kökuformi…

…set síðan smávegis af snjó ofan á og undir botninn og þá erum við komin með stabílan flöt…

…eftir það má bara raða ofan á eftir hjartans vild, hér notaði ég trén dásamlegu frá Ker og stjaka frá Dottir, en það mætti eins nota Kahler húsin eða bara föndur frá krökkunum!

Þessi útgáfa er mikið uppáhalds!

#4
Ég er búin að eiga þennan svarta kertastjaka frá Húsgagnahöllinni í 2-3 ár og mér finnst hann alltaf jafn fallegur, hérna setti ég hann einfaldlega ofan í skálina og svo fóru gervigreinar með, bjöllur og könglar…

#5
Enn og aftur, einfalt og tekur enga stund. Hér erum við með geggjuðu stóru altariskertin sem fást núna í Húsgagnahöllinni og þetta er alveg 30cm að hæð. En það er alveg möst að vera með stórt og breitt kerti til þess að þetta samsvari sér og sé í réttum hlutföllum.
Smá af snjó í kring, greinar og könglar og svo fallegu bjöllurnar!

Það fást síðan líka rosalega fallegir aðventu tölustafir, til í hvítu og brúnu, held að þeir svörtu séu búnir – en auðvelt að mála/litla/spreyja hina svarta ef vill!

…svo er bara spurningin, hver þín uppáhalds útfærsla?
Er þú búin að vera að vandræðast með þína skál og fékkst kannski hugmynd núna?

ps. það þarf enginn að vera hræddur við að smellá á Like-arann, og svo er alltaf frjálst að deila póstunum ef ykkur langar!

2 comments for “Iittala Thule – nokkrar hugmyndir…

  1. Sigríður Þórhallsdóttir
    06.12.2023 at 15:47

    Það er mjög erfitt að velja eina uppáhalds skreytingu vegna þess að þetta er allt alveg geggjað flottar skreytingar 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *