Textaverkin hans Bubba II…

…ég sýndi ykkur frá því í fyrra þegar við gerðum “búðina” hans Bubba Morthens í Kringlunni. En hann er að gefa út fallegu textaverkin sín fyrir jólin og er búðin sett upp til þess að afhenda þau. Þess ber að geta að verkin eru seld inni á Bubbi.is og eru flest uppseld, því miður!
En eitthvað er þó eftir, þegar þetta er skrifað.

Við Hrafnhildur fórum og skoðuðum húsnæðið sem þeim stóð til boða, en þetta er á annarri hæðinni í Smáralindinni – á móti Local (þar sem ísbúðin var áður). Ég sá þetta nú eiginlega bara strax fyrir mér og ég gekk þarna inn, en ég vissi að við þyrftum að stúka af rýmið – gera pláss fyrir verkin á bakvið og svo þarf þetta auðvitað að vera töff – að útbúa eitthvað sem hæfir þessum fallegu verkum…

…það var efni á staðnum sem við gátum nýtt okkur, eitthvað sem stóð bara til að farga, og við stukkum auðvitað á það. Enda er þetta sett upp tímabundið og við vorum því ákveðin að nýta eins mikið og mögulegt væri – þarna munar öllu að hafa hann Sigga minn handyman með sér í liði, því hann er ótrúlega útsjónarsamur…

…en ég sá fyrir mér að útbúa smá svona u-laga kassa fyrir framan gluggann – svona útstillingarpláss og við gátum lækkað þetta timburverk og nýtt það…

…restina af timbrinu notaði Siggi snilli og smíðaði alveg geggjað rustic afgreiðsluborð…

…og við fengum stóra auglýsingarskiltið frá 9 líf í Borgarleikhúsinu og notuðum til þess að stúka…

…Siggi sló svo upp vegg við hliðina og ég málaði afgreiðsluborðið, og við máluðum rest af timbri…

…og þegar límmiðarnir eru teknir af rúðunum þá er þetta svona…

…en við erum alveg sérstaklega ánægð með hvernig til tókst, með því að nýta nánast eingöngu efni sem átti annars að farga…

…og myndirnar eru svo töff, og þær eru að njóta sín sérstaklega vel svona margar saman…

…þetta eru stærri myndirnar sem þið sjáið hérna…

…það var gat þarna á veggnum, en nú er gott að ég hendi varla neinu og átti einmitt hurðar í skúrnum sem við festum þarna fyrir – og sem smellpössuðu við stemminguna…

…hérna sést svo yfir afgreiðsluborðið og á vegginn þar sem minni myndirnar fá að njóta sín – en það er magnað hvað þær eru flottar svona margar saman…

…alvöru heimasmíðað afgreiðsluborð, það dugar ekkert minna…

…og hér sést aðeins í gluggann, en þetta var skemmtileg leið til þess að stúka hann smá af…

…eitt af mínu uppáhaldslögum var gefið út í ár – og ég átti í stökustu vandræðum með að reyna að velja rétta mynd…

…fyrir ykkur sem eruð áhugasöm þá fást einhver verk ennþá inni á Bubbi.is – smella til að skoða!

BÚÐIN ER STAÐSETT Á 2 HÆÐ VIÐ INNGANGINN, MERKT 65/66 Á KORTINU SJÁ HÉR

Fyrstu helgina í desember

Föstudaginn 1. desember kl. 12.00 – 19.00

Laugardaginn 2. desember 12.00 – 18.00

Sunnudaginn 3. desember 12.00 – 17.00

Önnur helgin í desember

Föstudaginn 8. desember kl.12.00 – 19.00

Laugardaginn 9. desember kl.12.00 – 18.00

Sunnudaginn 10. desember kl.12.00 – 17.00

…vona að þið eigið yndislega helgi framundan, og reynum að njóta aðventunnar eins vel og auðið er ♥

ps. það þarf enginn að vera hræddur við að smellá á Like-arann,
og svo er alltaf frjálst að deila póstunum ef ykkur langar!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *