…þá erum við í þáttaröð 4 og sjötti og seinasti þátturinn fer í loftið í dag.
En þættirnir koma inn vikulega á Vísir.is og á Stöð2+.
Smella hér til þess að horfa á þátt nr. 6 á Vísir.isog þátturinn er líka á Stöð 2+!
…og eins og alltaf þá mæli ég með að horfa á þáttinn áður en pósturinn er lesinn!
Í þessum þætti hitti ég hana Þórunni en þau eru búin að vera að standa í langvarandi framkvæmdum, og ýmislegt farið úrskeiðis, sem hefur orðið til þess að herbergi heimasætunnar hefur setið á hakanum. En litla dóttir hennar er að verða 4ára á næsta ári og því komið tími til þess að taka herbergið hennar í gegn og útbúa smá ævintýri sem er auðvelt að breyta með hækkandi aldri og breyttum þörfum. En það er einmitt á þessum árum sem áherslunar breytast svo hratt…
Hér sjáið þið herbergið fyrir, en þar var svo sem ekki mikið inni annað en rúm og hilla. Enda átti eftir að setja saman skáp, sem búið var að fjárfesta í, og því hlutir sem átti algjörlega eftir að koma fyrir. Eins er gott að nefna að það er dúkur í loftinu og engin leið á að festa neitt við loftið sjálft.
MOODBOARD
Athugið að þetta eru beinir hlekkir á vörurnar – þið smellið bara á feitletraðann texta:
- Vegghilla – JYSK
- Púði – JYSK
- Karfa – Ikea
- Vegglímmiðar – Polka.is
- Sveppakollur – Dorma
- Spegill – JYSK
- Fætur – JYSK
- Ævintýradúkka – Dorma
- Vegggrindur fyrir bækur – JYSK
- Sængurver – JYSK
- Lítið borð – JYSK
- Hnotubrjótar – JYSK
- Rúmteppi – JYSK
- Hvítar gardínur – JYSK
- Gráar gardínur – JYSK
- Stjörnupúðar – JYSK
- Snjókarl – JYSK
- Snagar – JYSK
- Motta – JYSK
- Karfa – JYSK
- Litlar húsavegghillur – Bauhaus
Herbergið var málað fyrir í fallegum ljósum lit, svipar mjög til 1/2 Sandur frá Slippfélaginu.
Svo núna er kjörið að sjá myndirnar af rýminu eftir breytingar:
Eins og þið sáuð þá voru fyrir í herberginu ein hilla og rúm, og ég ákvað að halda bara þeim inni í rýminu. Þar sem sú stutta er bara 3ja ára og alveg að verða fjögra ára, þá er þetta aldur þar sem þarfirnir breytast svo hratt. Styttist í skrifborð og annað tengt skóla og því fínt að hinkra með frekari innkaup.
Eins er hillan, eftir smá breytingar, alveg hreint kjörin fyrir þessa hæð! En við keyptum fætur í JYSK, sem eru í raun gerðir fyrir rúm, og settum undir hilluna. Þessi litla og einfalda breyting, ásamt því að kaupa fallegar bastkörfur, breyttu þessari einföldu hillu í mikið fallegra húsgagn…
…og það er gott að hafa það í huga að geymslulausnir, eins og körfurnar, geta verið fallegar og verða þá mikið meiri prýði en annars…
…fyrir ofan hilluna setti ég þessa dásamlegu vegghillu, en það að hún er bogadregin að ofan gerir hana eitthvað svo ævintýralega og fallega…
…og enn fegurri auðvitað, þegar búið er að raða í hana…
…ég þreytist ekki á að gera barnaherbergi, enda eru þetta rými sem maður getur leikið sér hvað mest með og svona gleymt sér smá í að útbúa ævintýraheim fyrir litlu manneskjuna sem þarna á að búa. Það er því svo sniðugt að nota vegglímmiða til þess að búa til smá galdra á einfaldan máta, og án mikillar fyrirhafnar. Þannig er hægt að breyta svo mikið og svo er einfalt að taka þá af, án þess að skemma nokkuð málninguna eða slíkt. Ég fór því í leit á netinu að fallegum vegglímmiður og fann alveg hreint dásamlega hjá Polka.is.
…og eftir smá pælingar þá valdi ég þessi hérna tré…
En með því að nota þessi dásamlegu birkitré á veggina, þá breyttum við þeim nánast í ævintýraskóg, og græn laufblöðin gera svo ótrúlega mikið…
…ég held í raun að það séu fáir litir á veggi sem þessir límmiðar væru ekki að njóta sín á, en þetta er alveg einstaklega fallegt…
…ég setti inn síðan örlítið af jólaskrauti, bara svona pínu smá…
…svo eru lítil geymslubox bæði til þess að skipuleggja og til þess að fegra rýmið…
…speglar eru vinsælir í krakkaherbergjum, en það er alltaf gaman að vera í búningaleik og get séð sig almennilega. Þessi er gylltur sem gerir hann smá extra og gullið gefa svo mikinn hlýleika…
…þar sem ég datt óvart í hálfgert skógarþema með trjánum og því – þá var þessi dásamlegi sveppakollur úr Dorma algjörlega fullkominn þarna inn. Þessi litur er æði!
…svo minnti mottan mig eiginlega bara á risatrjábol og við erum því enn í fullu skógarþema. Gardínunar eru þunnar og hvítar, inniri, og svo gráar að lit, þær ytri. En mér fannst það gera ótrúlega mikið fyrir rýmið að fá smá dekkri lit þarna inn með…
…svo þarf alltaf að gera kózý og fallegt hjá rúminu líka, en þetta byggist eiginlega alltaf upp á að finna “rétta fyllingu” fyrir hvern vegg…
…keypti bara lítið hliðarborð sem náttborð, sem er líka létt og þægilegt að taka út á gólf og nota í leik…
…og þar sem litla manneskjan er mjög hrifin af bláum lit, þá leyfði ég honum að vera aðal…
…svo eru púðar og bangsar allaf fyrirtaksskraut…
…fyrir ofan rúmið var veggljós og ég ákvað að setja litlar húsahillur frá Bauhaus með…
…en það gerir alveg helling að fá smávegis pláss þar sem hægt er að setja eitthvað skemmtilegt, fínt að passa að hafa það bara eitthvað mjúkt og létt…
…eitt tré fékk síðan að fara á vegginn við enda rúmsins, bæði til skrauts – en hreinlega líka til þess að fela stóra sprungu sem var í veggnum…
…svo þykir mér alltaf fallegast að skreyta með barnabókum og þessar vegghirslur eru einmitt æðislegar…
…en þær eru gylltar að lit og koma frá JYSK – bækurnar geta ekki dottið úr og eins og sést á þessari mynd þá fer lítið fyrir þeim. Fallegt og nytsamlegt, það gerist varla betra!
…svo er hægt að setja jólabækur á jólum og leika sér með þetta…
…elska þessa vegglímmiða og mælistikan er líka alveg dásamleg…
…svo var auðvitað gríðarlegur munur að fá skápana inn í herbergið…
…fengum ofsalega fallegar höldur frá Orgus, sem fóru bæði á hilluna á og svo á skáphurðarnar…
…og við hlið skápsins er karfa fyrir þennan skellihlæjandi hund og veggsnagi fyrir dress dagsins, ásamt einni hillu. En það er magnað oft hversu lítið það þarf til þess að gefa rými fyllingu…
…og þá erum við komin hringinn, en þetta var mjög skemmtilegt verkefni. Sérstaklega fyrir þær sakir að við máluðum ekki, komum ekki með nein stór húsgögn inn (fyrir utan skápinn sem var til fyrir) og bæði hilla og rúm fengu að halda sinni staðsetningu. Samt breyttist allt svo mikið…
…sem sýnir okkur enn og aftur hversu mikið vægi “litlu” hlutirnir hafa í rýmum. Motta og annað slíkt getur skipt sköpum og gjörbreytt herberginu…
…þetta fannst mér alveg geggjað verkefni. Það var í raun svo skemmtilegt að sýna hversu mikið er hægt að breyta, án þess þó að breyta neinu stórvægulegu. Þegar upp er staðið þá eru það svo mikið litlu hlutirnir sem skapa rýmið. Við vorum með “góð bein”, fallegan lit á veggjum og húsgögn sem hentuðu – og svo er bara að “leika sér að krulla smá í kringum það”.
Takk elsku Þórunn fyrir að treysta mér fyrir herbergi dótturinnar – ég vona svo sannarlega að það eigi eftir að vera dásamlegur griðastaður fyrir bæði hana og ykkur ♥♥
Fyrir og eftir myndirnar – hlið við hlið!
ps. það þarf enginn að vera hræddur við að smellá á Like-arann, og svo er alltaf frjálst að deila póstunum ef ykkur langar!