…mér finnst gaman að nota þennan miðil minn til þess að beina sjónum mínum, og þar af leiðandi vonandi ykkar líka, að litlum verslunum og hönnuðum, og vonandi að kynna ykkur fyrir einhverju nýju og spennandi.
Þessir póstar eru unnir af mínu frumkvæði og einfaldlega vegna þess að mig langar að dreila með ykkur því sem mér þykir fallegt.
Heimasíða ker. – smella hér!
Facebooksíða ker. – smella hér!
Í dag langar mig að segja ykkur frá ker., sem eru hreint dásamlegar postulínsvörur hannaðar af Guðbjörgu Káradóttur, og er hér um að ræða bolla, vasa, skálar og kertastjaka, og það sem mig langar sérstakleg að beina sjónum mínum að – dásamlegu jólatrén hennar.
Allt eru þetta einstaklega fallegar og stílhreinar vörur…
…ég er búin að vera að sjá trén hennar Guðbjargar í nokkur ár og hef alltaf dáðst mikið að þeim. En þetta eru jólatré sem eru gerð ýmist úr steinleir eða postulíni. Koma því í fjórum mismunandi áferðum: glansandi hvít postulínstré, svört glansandi steinleirstré, mött brúnleit steinleirstré og svo öskutrén, sem koma í yrjóttri áferð…
…hvítu trén heilluðu mig mest í byrjun, en því meira sem maður horfir á þau
– því fleiri langar manni í raun í…
…ker er staðsett í Mávahlíð 16 í Reykjavík, og þetta er í litlum bílskúr en vel merkt. Þetta er bæði vinnustofan hennar Guðbjargar og svo líka verslun. Það er opið mánudag-föstudaga frá 11-18, og laugardaga frá 12-16.
Eins og ég sagði þá var mér búið að dreyma um þetta í nokkurn tíma, og í fyrra þá fór ég og fékk mér tvo tré – svona í jólagjöf frá mér til mín – það má!
…og ég varð ekki fyrir vonbrigðum, þau eru alveg hreint dásamlega falleg og heillandi…
…núna er bara að fara að safna sér fleirum og njóta þess að stilla þeim upp, því ég er búin að sjá að þau eru alls staðar falleg…
…þannig að ef ykkur langar að finna eitthvað spes í jólagjöf, íslenska hönnun sem er alls staðar til prýði – þá mæli ég svo sannarlega með að skoða fallegu vörurnar frá ker♥
ps. það þarf enginn að vera hræddur við að smellá á Like-arann, og svo er alltaf frjálst að deila póstunum ef ykkur langar!
Vááááá þetta eru æðisleg tré 🙂