Jól í Höllinni…

Ég endaði síðasta póst á þessari mynd, tekin á eldhúsborðinu hérna heima. En þetta er svo mikið eitthvað sem er að heilla mig. Ef ég fer ekki í hvítu áttina, með allt svona og létt og ljóst, þá er það þetta sem heillar: brúni liturinn í viðnum og könglunum, nóg af greni, svart og svo gullt – ELSKA!

//samstarf

…ég talaði einmitt um fallegu bakkana í eldhúsdeildinni í seinasta pósti, og þessir voru að koma nýjir í hús. Í þessum svona dásamlega hlýja hnotulit…

…og hér sést einmitt ein af margumræddu gervigrenilengjum sem eru svo endalaust fallegar…

…ég stóðst því ekki mátið að setja eins slíka á arininn, en þessi liggur bara beint þarna ofan á…

…síðan valdi ég gyllt skraut frá Lene Bjerre. Þessi hreindýrastjaki er náttúrulega alveg geggjaður, og glamúrhnotubrjótarnir eru dásemd…

…jólasokkar og jólabjöllur og ég er svoleiðis að fleygjast inn í jólaskapið…

…varð líka að prufa bjöllurnar í einum krans í forstofunni. En eins og áður sagði þá eru þessar svo fallegar og veglegar, fást líka silfri…

…svo verð ég að minnast á snjóinn í Höllinni, en þetta er sparisnjórinn minn. Hann er dásamlega fínlegur og sindrandi, svo eru umbúðirnar nátturulega bara skraut útaf fyrir sig…

…þessi er uppáhalds, trébretti, dagatalskerti og þessi svörtu hús frá Lene Bjerre. Þau eru hugsuð fyrir ledkerti eða seríur, og þakið, það sindrar á það…

…hér skipti ég út svörtu húsunum fyrir nýju piparkökuhúsin frá Kahler, en þessi eru alveg hreint ævintýralega falleg…

…nýju skautkertin koma bæði í svörtu og gylltu, en það var gyllt sem kom með heim (sörpræs) 🙂

…svo fannst mér einstaklega fallegt að bæta þeim við svona á arinhilluna…

…svo í morgunsólinni…

…önnur ný kerti eru kirkjukertin, sem koma í mörgun hæðum og breiddum…

…og eins mikil glamúr og glyskona og ég er, þá finnst mér þetta bara fullkomið – kerti könglar og greni, í Holger-bakkanum – gerist ekki betra!

…eða bara dagatalakerti í tréskál, þetta þarf ekki að vera flóknara en það…

…hér fóru kirkjukertin á lægri bakka, með krútt ísbirninum og þessum flottu tölustofum fyrir aðventukransinn…

…snilld að þau komi með svona teygju á…

…svo má skipta úr birni fyrir brjót, það er hægt að leika sér endalaust með þetta…

…og annað með svona tölustafi, mér finnst líka gaman að svissa þessu upp og gera t.d bara með tveimur kertum og 24 þegar það kemur að aðfangadegi…

…þessi stjaki er æði, hann er með fjórum misháum kertastatífum og stendur á platta, en ég skipti honum út fyrir þennan fallega þykka bakka…

…festi síðan bjöllur og tölustafi á með svörtum borða…

…vissuð þið að Kahler fæst einmitt í Höllinni líka? Ég er sjálf búin að safna Kahler húsum lengi og er með þau allt árið um kring. Ég gat því ekki staðist tvö ný núna í ár…

…en það var þetta með kirkjunni og síðan litla kringlótta Tivolí-húsið, en bæði þykja mér alveg einstaklega falleg. Hér þræddi ég bara seríu innan í húsin sem kemur alltaf svo fallega út…

…nýju skrautkertin á nýrri týpu af bakka…

…og verður svo fallegt þegar raðað er saman. Enn og aftur þetta greni líka, þessi grein kostar bara 1990kr og er svo raunveruleg…

…hver er þín uppáhalds skreyting og hverja viltu fá að sjá í Höllinni?
Ég hlakka mikið til þess að sjá ykkur vonandi sem flest annað kvöld í Húsgagnahöllinni á Bíldshöfða!

Smella hér til að skrá ykkur á Jólakvöldið hjá Húsgagnahöllinni!

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *