…annað kvöld verður haldið jólakvöld í Húsgagnahöllinni að Bíldshöfða, frá kl 19-22. Þetta hafa verið einstaklega hátíðleg og skemmtileg kvöld, og ég var svo heppin að vera boðið að verða á staðnum. Ég ætla að birta póst í kvöld með skreytingum frá mér, en fyst að sýna ykkur smá forsmekk á jólavörunni sem búið er að setja upp í Höllinni, sem er dásamlega falleg að vanda!
Upplifðu töfra jólanna í Höllinni …
Verið hjartanlega velkomin til okkar í ljúfa jólatóna, léttar veitingar í bland við skemmtilegar uppákomur
• Tríóið Friends 4 Ever tekur lagið
• Soffía, sem er þekktur fagurkeri frá Skreytum hús verður á staðnum og gefur góð ráð
• Begga, frá Gotterí og gersemar gefur frábærar hugmyndir að framsetningu á ýmsu gotteríi
• Kynningar á dásamlegum léttum sælkeraveitingum, m.a. frá Möndlubásnum, MS ostum og Vínvinum
• 100 fyrstu sem versla (fyrir 2000 kr eða meira) í versluninni á jólakvöldinu (frá kl 19) fá glaðning frá okkur.
Sjáumst í jólaskapi í Höllinni
Smella hér til að skrá ykkur á Jólakvöldið hjá Húsgagnahöllinni!
…ég veit fyrir víst að ég var þeim ofarlega í huga þegar þessar dásamlegu jólabjöllur voru verslaðar inn, en þessar eru alveg hreint draumur. Smá fallegar og veglegar…
…og talandi um eitthvað sem heillar mig, hér eru dásamleg kirkjukerti sem eru ný hjá þeim, og þessir dýrðlegu tölustafir koma bæði svartir og í viðarlit…
…í fyrra þá var ég að tapa mér yfir gervigreninu og það er það sama uppi á bátnum í ár, þessar lengjur eru svo ótrúlega raunverulegar að það hálfa væri nóg. Sjálfri leiðist mér svo að setja alvöru greni sem er orðið þurrt og leiðinlegt þegar jólin koma, þannig að þetta er alveg fullkomið. Svo verð ég að segja að sokkarnir eru heldur ekkert slor…
…risakrans, bjöllur, sokkar og hnotubrjótar – þetta er orðið jóló!
…og já, hnotubrjótarnir koma í öllum stærðum, öööööllum…
…dásamleg dagatalskerti…
…þessi aðventustjaki var líka til í fyrra en færri fengu en vildu…
…svo mikið af fallegum stjörnum, bæði inni og líka sem mega vera utandyra…
…jólaskrautið frá Lene Bjerre þykir mér alveg einstaklega fallegt, þetta er eitthvað svo ævintýralegt…
…það er að koma í nokkrum litum: hvítu, svötu, silfur og gylltu – misjafnt eftir tegundum…
…sjáið þennan ísbjörn sem kúrir svona krúttlega og gæsamömmu með fjaðrakrans um hálsinn…
…talandi um nýjungar, þá var að koma geggjuð ný lína með alls konar bökkum og stjökum sem verður gaman að sýna ykkur, auk þess sem þessi kerti eru ný – koma líka í gylltu og eru alveg draumur…
…það má alls ekki gleyma að kíkja við í eldhúsdeildina, en þar eru dásamlegir bakkar og bretti sem að henta svo vel fyrir skreytingar, og auðvitað veitingar…
…þetta er svo fallegt allt saman…
Smella hér til að skrá ykkur á Jólakvöldið hjá Húsgagnahöllinni!
…svo síðar í dag – nýr póstur og þá býð ég ykkur heim að sjá það sem heillaði mig sérstaklega og hvernig ég lék mér að því ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!