…það er loks komið að því að halda SkreytumHús-kvöldið í JYSK á Smáratorgi í kvöld hjá honum Ívari, og við getum ekki beðið! En eins og svo oft áður þá ákváð ég að týna saman nokkrar af fallegu vörunum og stilla þeim upp hérna heima til þess að gefa ykkur smá hugmyndir og innblástur, svo er ég að verða ótrúlega spennt að sýna ykkur alla þessa fegurð sem er að koma í hillurnar núna.
…en það er alveg einstaklega mikið af fallegri jólavöru komið í hillurnar og enn meira á leiðinni. Ég tók saman nokkra hluti til að stilla upp hérna heima og sýna ykkur…
…ég er alltaf hrifin af einfaldleikanum, og hérna erum við bara með brauðbretti og síðan þessi fallegu jólatré-kertastjaka, ásamt einum með bamba í miðið. Tvær litlar greinar með og allt komið…
…það má líka skipta þessu upp, hér eru stjakar á bakka en aðrir á borði. Þetta er svo einfalt…
…þessi kerti finnst mér æðisleg, koma í þremur útgáfum og eru einstaklega flott…
…má alltaf bæta við jólatrjám og öðru til að gera enn meira jóló…
…en eitt af mínu uppáhalds fyrir jólin eru bjöllurnar, þið þekkið mig og ást mína á bjöllum, og þessar eru æði…
…eins komu líka glerkrukkur sem eru æðislegar fyrir múslí og slíkt, en þegar við setjum snjó og lítil hús, þá erum við komin með dásamlega vetrar/jólaskreytingu…
…sem mér finnst alveg fullkomin til þess að para með vösum og kertum,
og auðvitað gordjöss stjörnu í gluggann…
…setti síðan snjókornin fallegu í kringum stjörnuna…
…mér finnst þessir vasar svo endalaust fallegir og svo að setja kertið með, love it…
…og svo urðu bara allt í einu til jól í eldhúsinu, eða í það minnsta vetrarstemming…
…stóru trén finnst mér alveg einstaklega falleg, til í þremur útgáfum, og með þeim er jólatrés led-kerti…
…finnst svo fallegt að nota löngu greinarnar svona utan um spegil, setja bjöllurnar með. Síðan liggur bara ljósasería og fallegu stjakarnir fá svo að njóta sín með ljósunum…
…bjöllurnar eru svo flottar með…
…einfaldleikinn er oft endalaust fallegur…
…það er svo fallegt að sjá grenilengjuna og trén með svona snjó á, þetta verður svo vetrarlegt og frosty…
…hér er líka aðventukrans sem er gerður ofan á bakka. En þetta er bara krans með fjórum kertastjökum á og svo eitt hreindýr og stjarna…
…skrautinu er svo bara tyllt ofan á…
…svo er hérna líka einstaklega fallegt kombó, kertastjaki með einni lítilli ledkirkju og snjó, ofan á fallegri diskamottu. Beige og bjútífúl…
….og eins og alltaf, enn meira kózý í kvöldstemmingunni!
Hér eru síðan flestar vörurnar sem ég var að nota, en það eru samt ekki alveg allar komnar inn á vefverslun, enda er nýtt að bætast við á hverjum degi:
- Stjarna í glugga
- Kertastjakar með dýrum
- Snjókorn í glugga
- Glertré kertastjakar
- Jólabjöllur minni
- Jólatré stór
- Grenilengja á spegli
- Ledgrenitré-kerti
- Jólabjöllur stærri
- Lítil keramik ledhús
- Keramik ledkirkjur
- Cluster seríur
- Stjarna í kransi
- Greinar með berjum
- Kerti með myndum
- Jólatré minni
- Svartir kertastjakar
- Kransar
- Svartir bakkar
Það verður 25% afsláttur af öllum vörum á fimmtudagskvöldið, svo sérvalin tilboð þar sem afslátturinn fer alveg upp í 42% – þessi tilboð eru hlutir sem ég hef verið að mæla með og er sérstaklega skotin í. Eins erum við með stóra og veglega gjafapoka, en þeir eru gefnir af handahófi yfir allt kvöldið.
Opnunin er á milli kl.20-22 í JYSK á Smáratorgi og ég hlakka mikið til þess að sjá ykkur! ♥
p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát ♥