Upp á vegg…

…ég hef nú oft sýnt ykkur stofuna okkar, en við búum svo sem ekki í stóru húsi (rétt um 150fm) og það er því ekki neitt rými sem gæti verið sjónvarpsherbergi eða neitt slíkt hjá okkur. Við þurfum því að samnýta stofuna okkar sem “setustofu” og sem “sjónvarpsherbergi”, eins og svo sem margir aðrir…

…við settum inn nýjar sjónvarpsskáp í fyrra, en ég fann skáp í Góða hirðinum, nýtti bara neðri hlutann og gerði upp – smella hér til að skoða!

…og ég var mjög ánægð með þessa útkomu. En það sem mér þykir þó leiðinlegast við sjónvarpsskápinn er einmitt sjónvarpið. Þessi risastóri svarti kassi sem mér fannst alveg éta upp allt pláss…

…en við vorum því núna loksins að veggfesta það! Ekki fullkomin lausn en þó svo miklu miklu betra að mínu mati…

…bæði þykir mér það gaman að vera bara með ljósmyndir annað slíkt í kringum og gera þetta að allsherjar myndavegg, með risa svörtum kassa 🙂

…ólíkar grúbbur sitt hvoru megin…

…og heildarútkoman…

…mér finnst líka æðislegt að fá aukaplássið þarna fyrir neðan þar sem ég get sett sitthvað skemmtilegt…

…og eins og þið sjáið þá fer þetta ekkert fyrir skjáinn að neinu leyti…

…það sama er ekki hægt að segja um vasann á borðinu, en eiginmaðurinn stynur á hverju kvöldi og færir hann á gólfið 🙂

…en það er nú allt í lagi að hafa punt sem þarf að færa til, eða það finnst mér alla veganna…

…þar til annað kemur í ljós, þá er ég alsæl með þetta…

…og þið sjáið að sjónvarpið kemur aðeins út frá vegginum en ekkert að ráði…

…margir sendu mér fyrirspurnir um snúrur, en þegar við fluttum inn fyrir 15 árum þá gerðum við ráð fyrir að vegghengja sjónvarp í framtíðinni og vorum því með tengil á bakvið, fyrir rafmagn, netsnúru og aukabarka sem hægt væri að setja snúrur fyrir leikjatölvur eða slíkt í…

…smá svona auka þar sem birtan var svo falleg í gær…

…Moli alveg búinn eftir þetta brölt í okkur…

…eins og þið sjáið þá aðhyllist ég mjög hlutlausa litapallettu inni hjá mér, en finnst svo gallegt að sjá litina í málverkinu og leyfa þeim að njóta sín…

…haustlegasta uppröðunin…

…takk fyrir að kíkja í heimsókn ♥

P.s ef þú hafðir gaman að póstinum, þá þykir mér sérlega vænt um like-ið þitt! 
♥ Eins er frjálst að deila þessu í allar áttir!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *