…ég held að velflestir sem hafi horft á nýjustu þáttaröð The Block, sem er nýbúið að sýna hérna heima á Sjónvarpi Símans, hafi starað á hana með galopinn munn og í hálfgerði vantrú á að fullorðið fólk sé að haga sér eins og maður sá þarna. En burtséð frá því, þá kom út úr þessu eitt af fegurri húsum Blokkarinnar, að mínu mati. Step og Gian voru með hús nr. 4 og við ætlum að skoða og njóta.
Húsið var tekið í gegn allt að utan, og þetta er með betri útkomum að mínu mati, því að allt húsið samsvarar sér. Stundum eru húsin svoldið eins og tvo ólík hús skeytt saman, en sú var ekki raunin hér. Svarta klæðningin og malarinnkeyrslan, ásamt hlöðnum veggjum og stóóóóru tré – fullkomið heimili…
…bakgarðurinn er líka alveg draumi líkastur, með geggjuðum svæðum…
…það er bar og sundlaug og setusvæði og svo auðvitað stórt matarborð…
…snilld líka að hægt er að loka hliðunum og fá þannig skjól þegar þörf er á…
…fallegar steinhellur sem leiða þig upp á pallinn…
…teikning arkitekts Blokkarinnar sýndi eldhúsið uppi á pallinum, en þau færðu borðstofuna þangað…
…það fríaði upp neðri pallinn fyrr stofu og eldhús, þar sem gott pláss er fyrir “butlers kitchen” og aðgengi beint út á pallinn…
…eldhúsið er mjög stílhreint og fallegt – en samt hlýlegt…
…afskaplega fallegur litur og áferð á innréttingunni…
…þar sést síðan inn fyrir í búrið/butlers pantry…
…og það er í raun bara séreldhús og í raun meira “alvöru” eldhús, þar sem það fyrir framan er ekki mjög stórt…
…ég er ekki alveg á þessari butlers pantry-línu, en þetta virðist þykja möst í Blokkinni…
…afskaplega fallegt barnaherbergi…
…og stílhreint gestaherbergi…
…og skrifstofa með svefnsófa…
…aukasnyrting, en mér fannst sérlega fallegur steinkassinn sem var notaður en ég hefði viljað fá smá notagildi í hann, geymslurými…
…dýrðlegt barnaherbergi fyrir tvö börn…
…kemur svo vel út að vera með svona stóran gafl og náttborð í miðið…
…salerni fyrir barnaherbergin tvö…
…væri svo sannarlega til í svona fallegt þvottahús…
…og stærðin á hjónaherbergi var á við meðal íbúð fannst manni…
…mér fannst þetta helsti galli hússins, að labba beint inn í fataherbergi til að komast í hjónasvítuna…
…en eitt forkunnarfagurt baðherbergi…
…svo fallegt heimili og gott flæði í því. Þetta passar allt saman og er greinilega hluti af sömu heild – virkilega vel gert ♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum.