Haustlægð…

…ég veit ekki hvort að það sé merki um hækkandi aldur eða meiri nútvitund en mér þykir árstíðirnar farnar að skella á með meiri krafti með hverju árinu. Það var bara allt í einu komið haust, og það alveg ekta haust með dásamlegum litum og nokkrum hressum lægðum. Svo í vikunni sem var að líða, þá var eiginlega allt í einu bara kominn vetur. Takk fyrir haust og bless, sæll vetur…

…það er líka ótvírætt merki um kaldari árstíðir þegar að norðurljósin taka að dansa á himninum…

…og þá er líka enn hægt að njóta þess og dást að nýja planinu undir þessu líka ljósasjóvi…

…svo sannarlega fagurt…

…haustlitirnir eru ekki bara úti við, heldur er það líka í afskornu blómunum sem komu inn á heimilið…

…en það gerist jú líka þegar maður er innblásinn af umhverfi sínu…

…en þessar myndir voru að sjálfsögðu teknar í september en núna er vart stingandi strá eftir…

…og veðrið hefur svo sannarlega verið ljúft en þó ágætis treflatíð svona með…

…nú aðalástæða tímaleysis þessa dagana er þessi hérna, en við erum á fullu að gera þættina tilbúna fyrir ykkur og ég get ekki beðið eftir að sýna ykkur…

…en þegar mikið er að gera þá er gott að grípa líka litlu augnablikin og njóta…

…en sólarlagið getur stundum verið svo einstaklega fallegt og leiðinni hingað út á Álftanesið mitt…

…einstaklega fallegt…

…ég get ekki munað hvað þessi villiblóm heita, en þau blómstra svona bleikfjólubláu á sumrin og stinga alveg svakalega – en breytast í svona flöffí brúnleita hnoðra á haustin…

…svo falleg en stinga þó enn jafn mikið stilkarnir…

…en eru alveg ekta haustskraut…

…þannig að ég greip nokkra með mér í vasa og þau standa enn…

…skellti þeim með þessum skrautstráum, en þessi mynd var reyndar tekin áður…

…svo eru það haustlitirnir, þeir eru nú alveg geggjaðir…

…ég náði líka að grípa dásamlega gæðastund og fór með vinkonunum í dögurð á Kaffi Gloríu í Mosó, en það var alveg yndislegt…

…og annar bónus við haustið eru svo kertaljósin, sem ég er farin að kveikja á óspart…

…og eins og sést, þá er ég búin að ná að næla mér í allar Magnolia Table bækurnar eftir hana Joana Gaines, en set það í sérpóst…

…svo fallegar bækur…

…vona að þið séuð að eins kózý haustdaga, og séuð meira að njóta en þjóta  ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *