…það er nú aldrei leiðinlegt að vera boðin í veislu, og ekki er það verra þegar það er sófaveisla. Ég er búin að vera í virkri sófaleit núna í á annað ár, og gengur ekkert að finna þann eina rétta – þar sem ég sé hreinlega of marga til þess að velja bara einn. Þannig að mín pæling er, er skrítið að leigja bara húsnæði og eiga þar aukasófa, eða tvo? Er bara að spyrja fyrir vin 🙂
En þangað til, þá ætlum við að kíkja í Húsgagnahöllina í Sófaveisluna þar, sem stendur fram til 26.október, og það er líka afsláttur af púðum og mottum með, sem er nú akkurat það sem manni vantar með sófa…
…Aspen sófarnir eru til í mörgum litum og útfærslum. Ofsalega fallegir leðursófar, nettir með fallegum örmum og fótum. Það er líka hægt að fá hnakkapúða og skemil fyrir meiri þægindi…
Smella hér til að skoða Aspen!
…finnst þessi litur líka geggjaður með þessu brennda orange lit, svona ekta hauststemming…
…hér er hann í tunguútfærslu…
…og þetta er hornsófinn í koníakslitnum, alveg hreint ofsalega fallegur…
…og tungusófinn…
…þessi sófi hefur verið á listanum mínum lengi, en þetta er Kos. Hann er svo endalaust þægilegur og svo er hann alveg hreint gordjöss. Bakpúðarnir eru eins báðum megin sem er mjög þægilegur fítus, því þá er hægt að snúa þeim reglulega við og það hressir sófann reglulega við, í það minnsta er það málið með sófann sem ég á í dag. Sófarnir koma í tveimur stærðum og litum.
Smella fyrir Kos sófa!
Connect er U-sófi úr áferðarmjúku Danny áklæði eða leðri. Svartir viðarfætur. Tungu-/horneining færist ekki milli hliða og fæst sófinn því sem hægri og vinstri.
Cortland er ljós og sérlega fallegur tungusófi. Áklæðið er ljóst Baseláklæði í því eru léttir saumar. Sófinn hefur fætur úr viði (gúmmíniði). Cortland er breiður, með háa arma.
Andros er glæsilegur þriggja sæta sófi úr þykku sléttflaueli. Sófinn er bólstraður með samlita hnappa í baki og örmum og gyllta hnappa að framan. Sófinn er með ljósa, fallega skorna viðarfætur. Einstaklega flottur sófi sem fæst dimmblár eða grár.
Eden er vandaður tungusófi frá sænsku snillingunum í Furninova.
Eden er djúpur, veglegur sófi með löngum, sérstaklega þykkum sætispúðum. Þessi stóru sæti auka heildarþægindin þar sem þau halda bilinu á milli sætanna í lágmarki á meðan setið eða legið er í sófanum. Að auki eru bakpúðar sófans fylltir með lúxus fjaðrablöndu sem gerir það auðvelt að láta axlirnar finna fullkomlega afslappaða stöðu þegar þú sekkur varlega ofan í þá. Sófi sem faðmar þig að sér.
Franklin er þéttur og vandaður sófi í slitgóðu áklæði sem fæst stein- eða dökkgrátt. Bakið er lágt en það hylja fjórir stórir bakpúðar (night útgáfa) sem gera sófann mjög kósí. Armar Franklin eru rúnaðir og því þægilegir að halla sér að.
Fæst líka sem tungusófi.
Smella til að skoða!
Þú vilt ekki standa upp úr þessum! Paso Doble er fallegur og þægilegur hornsófi með breiðri tungu.
Sófinn er með slitsterku ljósgráu áklæði en fæst í fleiri litum. Paso Doble sófinn fæst í ótal samsetningum.
Paso Doble sófinn er ein af vinsælli vörum frá Furninova enda sérlega vandaður og þægilegur.
Liam er einstakur sófi með færanlegt bak og má því segja að Liam sé margbreytilegur sófi
Einn af mínum uppáhalds í lengri tíma og mér skilst að það sé hægt að sérpanta hann í fleiri litum.
Chess er veglegur og stílhreinn tungusófi frá sænska merkinu Furninova, sófinn fæst með vinstri eða hægri tungu (tungan er ekki færanleg á milli hliða). Chess fæst einnig enn stærri (sem XL tungusófi) eða sem þriggja sæta sófi. Virkilega þægilegur sófi sem faðmar þig akkúrat mátulega þegar þú sest í hann. Áklæði er vandað og er framleitt í nokkrum litum.
Nes eru léttir og stílhreinir en þó bæði djúpir og þægilegir sófar með sterka grind. Nes hafa fremur lágt bak en bak og seta eru fastar pullur svo ekkert rennur til. Fætur sófanna eru úr svörtum viði en þeir eru fremur háir svo auðvelt er að þrífa undir sófanum.
Nes fást í nokkrum útfærslum með tvenns konar áklæði; Toledo leðri eða mjög slitsterku Forza áklæði. Bæði áklæði fást í nokkrum litum.
Armar eru breiðir og mjög rúnnaðir svo þeir eru notalegir bæði fyrir hendur og höfuð.
Rouge er nútímalegur og þægilegur sófi með beinum, fallegum línum.
Glæsilegur sófi sem tekið er eftir. Fæst í þremur litum og með tunguna hægra eða vinstra megin.
Venice sófinn er glæsilegur, þéttur með baki sem styður vel við. Hann fæst í slitsterku sléttflaueli í og savoy/split leðri (sem er gegnheilt, þykkt en mjúkt ekta leður á öllum slitflötum). Venice fæst í 3ja og 2ja sæta ásamt stökum hægindastól.
Einstaklega fallegur sófi með breiðri tungu og stillanlegu baki. Fallegt rifflað áklæði.
Pinto sófarnir eru líka til í fjölmörgum litum og útfærslum. Pinto eru úr sterku bonded leðri (leðurblöndu) í þremur litum. Innra byrði púða er úr endingargóðum, kaldpressuðum svampi, þá trefjafyllingu og loks mjúku yfirlagi. Fætur úr svörtu járni.
High End sófinn frá Stolzz High End er hugsanlega mest kósý sófi sem hefur verið gerður og engin smá smíði en hann er 4,20 m á lengd.
Kemur líka í fleiri útfærslum, litum og stærðum.
Smella til að skoða!
Stór og veglegur tungusófi úr vönduðu núggatlitu áklæði sem er sterkt en þægilegt viðkomu. Hér er um hægri tungusófa að ræða en hann fæst einnig með vinstri tungu. Virkilega þægilegur sófi sem faðmar þig þegar þú sest í hann. Sky fást í nokkrum útfærslum í þremur ólíkum áklæðum.
Mæli sérstaklega með að skoða græna litinn!
…Vesta tumgusófinn er nýlegur og alveg sérlega stílhreinn og fallegur. Kemur í tveimur litum og hægt að fá með tunguna hægra eða vinstra megin.
Smella til að skoða hér!
…svo er það bara þetta gamla góða, bentu á þann sem að þér þykir bestur?
Hvernig að vera hægt að velja bara einn!
Vona að þið eigið dásamlega helgi í vændum ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!