…það hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum að við erum í miðri litapallettu í tískunni sem er mjög brún/beige. Mjúk og notaleg og sérlega hlýleg. Mig langaði að setja saman stofu fyrir ykkur sem er í þessum anda, frá litum á veggi og svo húsgögnin fyrir stofuna og borðstofuna. Byrjum því í litunum og hér koma nokkrir fallegir og vinsælir litir frá Slippfélaginu, smella hér til að skoða!
…það eru sófadagar í Húsgagnahöllinni núna og því hægt að gera frábær kaup á sófasettum en ef við erum að leita að ljósum og fallegum settum þá er þvílíkt úrval í gangi. Allar vörurnar í þessum pósti eru einmitt frá Húsgagnahöllinni, sem ég er í samstarfi við – en allar vörurnar eru valdar af mér og pósturinn unninn að mínu frumkvæði!
Aðalvandamálið er að reyna að velja á milli…
Oakland tungusófi – hægt að fá bæði hægri og vinstri tungu!
Naomi sófar og til skemill í stíl!
Vesta tungusófi, til með hægri og vinstri tungu og í gráum lit!
Miami sófi – til í tveimur stærðum og litum!
…sjálfri finnst mér það svo fallegt að vera með hægindastóla sem passa vel við sófasettið án þess að vera “alveg eins”. Það brýtur skemmtilega upp stofuna. Þessi eru allir mjög þægilegir og einstaklega fallegir!
Kare Cocktail LivelliKare Waterlily stóll í hvítu!
Westport hægindastóll í Mocca
Brooke Monza í Mocca
Opus Teddy ljósbrúnn
Rondo snúningsstóll cream
Rondo snúningsstóll mole
Kare Maye hægindastóll!
Paris Monza í beige
…fallegar mottur gera allt fyrir rýmið. Draga það saman og gera það bara endalaust kózý, þessar eru allar frekar hlutlausar en endalaust fallegar.
Frábært texti um mottur af heimasíðu Húsgagnahallarinnar:
Mottan getur verið upphafspunkturinn, litaspjaldið sem þú notar til að hanna útlit rýmisins eða lokapunkturinn sem tengir allt saman. Mottur geta skipt rýminu í mismunandi svæði, tengt saman liti eða búið til þema — sem má svo breyta aftur á augnabliki með því að taka eða skipta út mottunni. Það er frábært að geta breytt alveg stíl gólfefnanna svo auðveldlega. Þú getur notaðu uppáhalds mottuna sem grunn að litasamsetningu herbergisins eða bætt henni við eftirá og notað hana til að tengja saman núverandi liti. Gólfmotta getur breytt stemningu herbergisins og auðvelt er að skipta á milli tveggja motta. Gólfmotta gleypir einnig bergmál, dregur úr skellum, dempar hljóð, skapar næði og því meiri vellíðan.
Smella til að skoða allar mottur!
…ofan á fallega mottu þurfum við auðvitað fallegt sófaborð, en þau eru oft alveg punkturinn yfir i-ið inn í stofunni…
Vega sófaborð úr marmara, margar stærðir og þrír litir!
…ef við horfum svo yfir í ímynduðu borðstofuna okkar, þá er nánast óþrjótandi úrval af fallegum ljósum og beige borðstofustólum…
Smella til að skoða alla borðstofustóla!
…borðstofuborð eru mjög mikilvæg, og ekki er verra ef þau eru stækkanleg. Þetta hérna er eitt af mínum uppáhalds, alveg einstaklega fallegt og auðvelt að stækka það. Liturinn er líka svo dásamlega hlýlegur…
Stella borðstofuborð, fæst í tveimur litum og er stækkanlegt!
…annað sem er minna en svo fagurt er þetta hérna, fullkomið fyrir minni rými…
Skovby eik í Mocca, stækkanlegt!
…Heaven borðstofuborðið er með ljósgráa keramikplötu, og er einstaklega fagurt…
Heaven borðstofuborð – smella!
…svo að lokum eru það púðarnir sem geta skipt svo miklu máli, auðveldasta leiðin til þess að breyta örlítið til án mikils tilstands…
…ég setti siðan saman hérna stofuna fyrir mig, en mér finnst þetta allt saman vera að tóna svo fallega saman. Hlýlegt og notalegt, en samt stílhreint og svo kózý!
…svo er vert að benda á að það er bæklingur á netinu þar sem þið getið skoðað tilboðin á sófadögunum!
Smella hér til að skoða bækling!
Glæsilegt allt sem þú sýnir er yndislegt.