…jæja við ætlum að fagna því að október er genginn í garð með því að taka forskot á sæluna og byrja að skoða smávegis jóló. Eða kannski ekkert smávegis, þetta er nú alveg einstaklega fallegt frá henni Shea McGee og úr jólalínunni hennar í ár! Allt í fallegum jarðartónum og hlýleika ♥
…rétt eins og áður þá er ákveðin einfaldleiki og rómantík yfir þessu öllu. Það er ekkert mikið af glitri og glimmer, heldur meira svona smávegis af grænu og réttu greinarnar í vasa…
…rétt eins og hérna, grenilengja á arninum og brúnir sokkar, svo þessar fallegu gylltu bjöllur…
…alveg hreint dásamlega fallegt…
…og hérna eru bara tveir jólasokkar og smávegis greinar og slaufur, síðan bjöllurnar fallegu – mér finnst þetta æðislegt…
…og hér bara grenilengja og sokkar…
…grenið er svona gegnum gangandi í þessu, hér í ljósinu, kransinum og litlir kransar á stólunum…
…einstaklega fallegir bollar, það fást svona svipaðir í laginu í Bast.is…
…Shea deilir greinilega ást minni á bjöllunum, mér finnst þær alveg endalaust fallegar…
…svo er þessi gjafapappír alveg ótrúlega flottur…
…og takið eftir hvað skrautið á trénu er fagurt…
…og talandi um greni, sjáið hversu fallegir þessir kransar eru…
…mér finnst þetta alveg tímalaus fegurð ♥
…þetta teppi er að heilla mig alveg…
…svo kózý…
…dásamlegur jólasokkur…
Smella til að skoða síðuna hjá McGee & Co!
Smella til að versla hjá McGee & Co!
All photos and copyright via Studio McGee