Svefnherbergi – moodboard…

…það er alltaf gaman að setja saman herbergi í huganum. Þetta er svona næstum eins og hugarleikfimi og leyfir manni að leika sér með rými, ég meina þau eru ímynduð og því ekkert sem stendur í vegi fyrir að skemmta sér bara við þetta. Í þetta sinn er ég að vinna með vörur frá Jysk, sem ég er í samstarfi við, en allar vörurnar eru valdar af mér og pósturinn er ekki kostaður sérstaklega.

…við erum með eldra og nýtt í bland, og þessi standspegill er í miklu uppáhaldi hjá mér. Er með þennan inni í herbergi dótturinnar og hann er snilld þar, því aftan á honum er slá til þess að leggja frá sér föt dagsins…

Landbolyst – standspegill

…og annar spegill í uppáhaldi er Marstal kringlótti spegillinn, til bæði í gylltu og svörtu. Þessi er æði við snyrtiborðið eða bara fyrir ofan fallegan skenk eða bekk…

Marstal speglar – smella hér!

…er í öllu svona frekar léttu og ljósu, smá bóhó fílingur en með módern twisti, og sængurverin eru að endurspegla það…

Smella til að skoða sængurver!

…þessir hengipottar eru alveg einstaklega fallegum mjúkum beige tón með smá svona grænu í, elska…

Marvin blómahengipottur – smella hér!

…ef að pláss gefst þá eru bekkir við endann á rúminu allveg æðislegir, aukasæti og svo líka bara til að geyma púðana af rúminu, nú eða fötin. Þessi hvíti er alveg einstaklega mjúkur og gúmfey…

Orebo kollur – smella hér til að skoða!

…og talandi um bekki þá er þessi nýr, og mér finnst hann pörfekt – sýni ykkur rúmgafl í stíl hérna neðan…

Hagebro bekkur – smella hér!

…þar sem það er nú oftast ekkert alltof mikil birta inni í svefnherbergjum, þá eru fallegar skrautplöntur snilld þar inn…

Smella til að skoða skrautplöntur!

…ein af eftirlætis nýju vörunum mínum er þessi lampi, svo ótrúlega fallegur og fullkominn sem náttborðslampi…

Markus borðlampi – smella hér!

…algjörlega gordjöss smáborð, fullkomið sem náttborð eða fallegur blómastandur…

Egelev náttborð – smella hér!

…kózý motta getur síðan gert gæfumuninn, þessi er æði!

Smella fyrir mottur!

…Saltvig línan er í miklu uppáhaldi hjá mér, og þessi skápur væri snilld í svefnherbergi líka. Hann er grunnur og fyrirferðamikill, en gæti geymt töskur og skó og alls konar snilld…

Saltvig skápur – smella hér!

…svo voru að koma inn nýjar veggþiljur sem væru alveg fyrirtaks rúmgaflar í stíl, mjög flottar!

Halmstad veggþiljur – smella hér!

…kózýteppi gera svo allt notalegra og sama má segja um fallega púða!

Smella fyrir ábreiður!
Smella fyrir skrautpúða!

…svo mikið af fallegum vösum til, og gaman að blanda saman ólíkum stærðum og áferðum…

Smella fyrir vasa!

…og að lokum, fallegar bastkörfur eru nauðsynlega – hægt að geyma alls konar smálegt og fegra umhverfið…

Smella fyrir bastvörur!

…og saman myndar þetta fallega og hlýlega heild. Kózý en samt ekkert fullt af allskonar. Svefnherbergi sem gæti verið hjónaherbergi en líka bara fyrir ungling!

…þegar ég skoðaði nýju Jysk á Smáratorginu þá sé ég líka þessa rúmgrind, og hún væri alveg tilvalin í þetta moodboard líka…

…mæli líka innilega með því að kíkja við í nýju Jysk á Smáratorgi því þar er svo mikið af fallegum uppstillingarbásum, og svo er opnunarhátíð alla helgina. Svo er snilld að skoða innlitspóstinn með hérna, því það er svo margt nýtt að skoða!

Smella til að skoða innlitspóstinn!

…annars vona ég bara að þið eiguð yndisleg helgi framundan ♥ 

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *