Sittlítið í september…

….því er ekki hægt að neita að það er mikið að gera þessa dagana. Mér finnst ég aldrei vera heima og mikið á hlaupum, enda er það tímafrekt að taka upp nýju séríuna. En við skulum halda því til haga að það er tímafrekt en svooo skemmtilegt…

Svo var það um seinustu helgi að eiginmaðurinn var búinn að lofa sér í að aðstoða annað, dóttirin var að vinna og sonurinn var með vinum. Ég átti því laugardaginn og var hér ein heima með Mola – húrra! Hvað var það eina sem mig langaði að gera, kveikja á tónlist og taka til og breyta hérna heima!

…þannig að eins og svo oft áður þá notaði ég tækifærið þegar allir fóru að sofa á föstudagskvöldinu og reif af sófasettinu og þvoði gráa áklæðið og setti á. En ég geri þetta alltaf svona, þvæ þetta og set beint á sessurnar, læt þær standa upp á rönd í rúma 12 klst og þá er þetta ekkert krumpað eða leiðinlegt. Pakka síðan niður gamla áklæðinu og þvæ það síðan á þegar ég skipti næst…

…ég ákvað líka að þrífa allt og endurraða í hillunni minni, og eins og þið sjáið þá voru hillurnar búnar að gulna svolítið.

Sú efsta mest, og svo miðið – þið sjáið litinn eins og ég vil hafa hann á neðstu hillunni og í miðri miðju hillunni – þar sem bækur voru undir…

…liturinn sem ég hef notað er Antík Eik bæsið og ég fæ það í Slippfélaginu…

…en þar sem ég átti fleiri bæs þá ákvað ég að prufa líka brúnann og svartann, svona til að kanna hvort að ég vildi breyta eitthvað til…

…hér er liturinn búinn að þorna alveg…

….að lokum var það gamli góði vaninn og Antík eikin fór á, en mér þykir hún alltaf svo falleg…

…ef þið viljið skoða póstinn um hvernig hillurnar voru gerðar:
Smella hér!

…og enn og aftur þá get ég ekki komið því almennilega í orð hvað það gerir mikið fyrir mig að breyta svona til. Það að létta á, endurraða (og þrífa vel) og breyta bara almennt kemur einhvern veginn orkunni af stað aftur inni á heimilinu, sem er alveg nauðsynlegt fyrir sálina. Það er líka mikið skemmtilegra að þrífa ef þið breytið í leiðinni, ég lofa!

…gamli góði spegillinn dreginn fram úr geymslunni og fékk að snúa aftur í stofuna…

…ísbjörn sem felur sig í grænum gróðri, þú sérð þetta ekkert á hverjum degi 🙂

…enduruppröðun á sjónvarpsskápnum, og ein af mínum uppáhalds. Þessi stóri vasi er nýr frá Jysk og alveg hreint endalaust fallegur…

Smella til að skoða vasa!

…allt svona létt og ljóst í horninu…

…og enn og aftur leikið með uppröðun á naglana sem eru fyrir á veggnum, þetta er alltaf smá hausverkur…

…þessi litlu blómaborð eru gömul frá Blómaval og ég fór aðeins yfir þau með antík eikinni líka…

…tók niður spegilinn og færði stóru klukkuna frá Húsgagnahöllinni yfir hliðarborðið, og mér finnst hún vera að njóta sín vel þar…

…svo er ekki annað hægt en að hlægja, því eins og þið sjáið kannski – ef þið horfið vel á – þá er þarna lítil glerflaska sem átti bara að eiga þarna stutt stopp áður en ég fór með hana í endurvinnsluna í skúrnum. En óvart lenti hún í myndatöku 🙂

…við hliðina á skápnum fóru litlir glervasar frá Myrkstore upp á vegg, aftur – þetta er viss endurvinnsla í gangi…

…og dásamlegu gleðipúkarnir eftir hana Írisi Rós Söring eru komnir upp á vegg,
eða upp á vegg og ofan í vasa…

Smella fyrir síðuna hennar Írisar!

…og gamli skápurinn er enn til staðar, en fyrir þá sem muna langt aftur þá keypti ég hann á bílskúrssölu sennilega um 2014…

Góða helgi krúttin mín og njótið þess að vera til! ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

1 comment for “Sittlítið í september…

  1. Gudlaug ragna jónsdóttir
    17.09.2024 at 11:09

    Thú ert frábær ’alltaf jafn gaman að fylgjast með því sem þú ert að gera

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *