Innlit í Dorma…

…það er alltaf eitthvað kózý við þessa haustmánuði. Maður fer að búa sig undir veturinn, hugurinn leitar inn á heimilið (en ekki bara úti á bílaplani) og maður fer í alls konar hrókeringar til þess að koma sér enn betur fyrir (í það minnsta ég). Nú maður er ekki alltaf að skipta út mublum eða sófasettum almennt, en þá má alltaf finna sér nýja og fallega púða, kózý teppi til þess að kúra undir og fallegar mottur sem er gott að stíga á. Það var einmitt að koma mikið af slíku í Dorma, og ég ákvað að sýna ykkur aðeins inn á Smáratorgið…

//samstarf

…þessi stóri u-sófi er alveg hinn fullkomni sjónvarpssófi. Þægilegur og rúmar alla, svo er efnið líka þannig að það fyrirgefur margar syndir/bletti…

…þetta borðadúó var að koma nýtt inn, svartir fætur með marmaraborðplötu – svo fallegt…

…kemur líka stakt og kringlótt…

…og með dökkri borðplötu…

…ég er mjög spennt fyrir þessum!!
Mega sófi í ljósu – smella hér!

Í minni eilífðarleit að sófa þá er þessi að heilla. Kosturinn við hann – fyrir utan stærð, tvær tungur og hvað hann er hrikalega þægilegur – eru allir þessir púðar, en þeir eru líka ókosturinn við hann. Erfitt að velja fyrir sjálfan sig…

…einstaklega mikið af fallegum púðum…

…þessir sófar eru svo mikið þægilegir líka. Stílhreinir púðar og fætur, og svo mjúkur og notalegur…

Licata kemur í ótal litum og útfærslum – smella hér!

…hnakkapúðarnir eru líka algjörir leikbreytar – gera þetta enn þægilegra!

…þetta borð finnst mér ferlega flott. Þessi neðri hilla býður upp á fallegar bækur uppraðar eða körfur…

…og talandi um falleg borð – helló gordjöss…

Dice sófaborðssett – smella hér!

…Houston sófinn er líka með extra djúsí hnakkapúða, mæli með að prufa þennan – svo finnst mér þessi litur á áklæðinu sérstaklega töff…

En hann kemur líka í fleiri litum, útfærslum og svo eru til skemlar í stíl…
Smella til að skoða!

…dásamlegu rúmgaflarnir, og athugið að ef þið eruð með gamla rúmbotna – þá er hægt að kaupa nýtt áklæði í stíl við gaflinn, sem er snilld!

Rúmgaflar – smella hér!
Áklæði á rúmbotna – smella hér!

…og talandi um snilld, stílhrein og einföld gestarúm.
Sem eru í alvöru huggulegasti sófi þegar þau eru ekki í notkun!

…þessir stóru og grófu vasar eru dásemd…

…svo fallegt og hlýlegt litakombó…

…alveg nýr stóll sem var að koma inn…

…og fallegir fylgihlutir…

…stólarnir koma í þremur litum:
Montana hægindastóll – smella hér!

…og talandi um Mega-sófann, þá var hann að koma í þessum lit. Sem er alveg einstaklega flottur…

…tveir stílhreinir og töff…

…ég held samt í alvöru að sófaúrvalið hafi aldrei verið meira…

…og svo eru náttúrulega til dásamleg sængurverl frá Södahl, og þetta með grænu laublöðunum finnst mér æði…

…og annað sem var að heilla er þetta með gráu blómunum og dass af brúnu…

…Alba hægindastóllinn er svo fallegur og líka alveg einstaklega þægilegur. Mæli með að þið prufið þennan í næstu ferð, svo er hægt að snúa sér á honum sem er alltaf skemmtilegt…

…kemur í þremur litum!
Smella til að skoða!

…og ef einhver vill fara og máta alls konar hægindastóla, þá er þetta staðurinn….

…dásamleg litagleði í púðum…

Annars vona ég bara að þið eiguð yndisleg helgi framundan og gerið eitthvað skemmtilegt, ég þarf að fara og máta þennan sófa einu sinni enn ♥ 

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *