Draumaplanið…

…þetta er nú búið að vera meira ferlið. Í heildina tekið var þetta um ár, frá því að við fengum teikningar í hendurnar, búin að tala skipuleggja allt með BM Vallá, og þar til við stóðum á nýju plani með allt reddí! En vinnan sjálf var um 7 vikur, með smá fríi fyrir langri verslunarmannahelgi, með verktökunum hjá Gullregni. En þetta gekk vonum framar og útkoman var eftir því!

Það er skemmst frá því að segja að húsið okkar lyrftist hreinlega yfir á hærra plan (pun intended) við þetta. Skyndilega varð húsið eitthvað bara hærra og reisulegra og við gætum ekki verið ánægðari með þetta allt

Ef við minnum okkur á hvernig þetta var áður en við fórum af stað:

Pósturinn er unninn í samstarfi við BM Vallá!

…og útkoman varð hreint út sagt betri en við gátum gert okkur í hugarlund!

…og þreytist sein á því að horfa á þetta frá öllum hliðium og vera alltaf að finna eitthvað sem er nýtt uppáhalds…

…hér fannst mér t.d. dásamlegt að sjá hvernig hliðið fylgir línunni á þakkantinum – óvæntur plús…

…og það að elska að horfa út á bílaplan, það er nú bara eitthvað sem ég hef aldrei upplifað fyrr…

…Óðalshleðslusteinninn er að mínu mati alveg hreint einstaklega fallegur og stílhreinn, og þegar hann kemur með Rómarsteininum, þá finnst mér úr verða alveg hreint tímalaus blanda. Sama má segja um sorptunnuskýlið sem hýsir tunnunar okkar – fyrsta sinn sem þær eiga eiginlegan samastað hér við húsið…

…hleðslan á beðunum er líka svo falleg – og þegar að dökkur viðurinn blandast við þá kemur svo fullkomið kombó af hlýju með steyptum hellunum…

…Álftanesveggurinn okkar er sömuleiðis að koma svo flott út…

…og falleg að láta hann mæta grindverkinu við bílskúrshliðina – sem á svo að halda áfram hringinn um húsið. Svo aftur að fá timbrið með – það lyfti þessu öllu á hærra plan…

…og svo að horfa heim að húsi – eins og stendur á myndinni, ég er enn að upplifa svona vantrú á að þetta sé hreinlega húsið mitt…

…hér sést líka svo vel samblandan af hellum frá BM Vallá, en eins og áður sagði þá erum við með gráan Rómarstein á planinu og fyrir framan útihurðina. Svartur Rómarsteinn myndar rammann í kringum þetta allt saman. Það eru gráar Veranda hellur undir pergólunni. Beðin eru síðan öll hlaðin með gráum Óðalshleðslustein

…og ó elsku pergólað, ég gæti samið óð um pergólað – en það er að mynda þvílíka stemmingu hérna framan við hús…

…og er svo endalaust falleg, sama hvaðan er á hana litið…

…það sem þetta hefur breytt hvernig við notum plássið fyrir framan hús. Í fyrsta sinn í 15 ár þá erum við að sækjast eftir því að vera þarna og bara njóta.

Fallegt útsýni þegar maður situr við borðið og við fengum bara alveg nýtt svæði fyrir gæðastundir…

…finnst líka svo fallegt þetta uppbrot sem grasið gerir, og alla mýktina sem fylgir því…

…sjáið bara hvað þetta verður allt fínt!

…en svo er það, þegar það fer að rökkva – að þá myndast alveg ný, og dásamleg, stemming…

…þegar ljósin fá að njóta sín, og allt verður eitthvað mýkra…

…mér finnst svo falleg aðkoman að húsinu núna, hvernig augað leiðir þig beint að hurðinni…

…og ég er líka svo ótrúlega ánægð með hvernig hliðið rammar inn aðkomuna ásamt hleðslusteininum…

…og þegar kveikt er á ljósaseríunni (sem er frá Fakó, en ég ætla að gera sérpóst um hvaðan hlutirnir eru) þá er svæðið svo fallega uppljómað og hreint dýrlegt að tilla sér þarna út á mildum kvöldum…

…en það má ekki vanmeta hvað lýsingin og birtan gerir ótrúlega mikið…

…við er alveg hreint ótrúlega ánægð með þetta allt saman. Gríðarlega gott og skemmtilegt samstarf með BM Vallá sem hefur gefið okkur þetta fallega og tímalausa útlit hér fyrir framan húsið okkar, og hreinlega lyft húsinu upp á hærra plan!

Eins fá Gulli og Gullregn verktakar allt mitt hrós, en þetta var allt saman eins og best er á kosið, samskiptin góð og þægileg, alltaf mætt á réttum tíma og alveg hreint virkilega falleg vinna sem var unnin. Ég er barasta í skýjunum með þetta allt saman, og við öll!

P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like –
þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

3 comments for “Draumaplanið…

  1. Elva Björk Sigurðardóttir
    05.09.2023 at 09:03

    Einstaklega vel heppnað og innilega til hamingju með þetta allt saman💖

  2. Ester heima í Kjós
    05.09.2023 at 09:33

    Vá vá vá algjörlega meiriháttar flott og kósý. Innilega til hamingju með þetta allt saman.

  3. 05.09.2023 at 09:47

    Innilega til hamingju, svo meiriháttar flott breyting mín kæra!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *