Kare í Húsgagnahöllinni…

…ég er með þvílíkan augnakonfektmola handa ykkur í dag, en ég tók innlit i Húsgagnahöllinni þar sem þau eru búin að setja upp alveg heilan helling af Kare-vörunum dásamlegu – nánast búð í búð. En þetta er svo sannarlega dæmi um að sjón er sögu ríkari…

Húsgagnahöllin //samstarf

Kare vörumerkið er búið að fást í Höllinni síðan 2001 og hefur notið mikilla vinsælda. En það stendur fyrir hugmyndir sem eru einstakar, óhefðbundnar og ekta, aldrei leiðinlegar heldur alltaf fullar af ímyndunarafli og innblæstri.

Kare design í Húsgagnahöllinni

…það er svo gaman að þessari litadýrð sem fylgir þessum vörum, auk þess sem þær eru bara skemmtilega einstakar. Sjáið t.d. þennan geggjaða hægindastól og skemlana sem hægt er að fá í stíl…

…en þið getið fengið þessa æðislegu velúrskemla í fjöldan allan af litum og útgáfum…

…var ég líka búin að segja skemmtilega öðruvísi – þetta eru svona ekta vörur sem þú færð þér til þess að poppa upp rými. Eitthvað sem allir minnast á og vilja spjalla við þig um…

…geggjaður stóll, einstaklega mjúkt Boucle áklæði og bogadregnar línur stólsins gefa hverju rými líf.

Kíktu á Livelli stólinn hér

…þessir hérna stólar á snúningsfæti eru líka jafn þæginlegir og djúsí og þeir líta út fyrir að vera…

…apabókastoðirnar eru í uppáhaldi hjá mér…

…þetta eru bara svo fallegar vörur að þær eru nánast eins og listaverk…

…þessar myndir eru svo mikið æði, frægir í hundslíki…

…úrvalið af skrautmunum er alveg gríðarlegt og vel þess virði að skoða…

…er sjálf mjög hrifin af öllu þessu gyllta og svarta…

…hversu dásamlegur er þessi lampi, hann er yndis…

…kanínan krúttlega, sem klæðir sig í skerminn er líka æðisleg, og fíllinn sömuleiðis…

…myndirnar eru líka einstakar. Litirnir eru svo djúpir og fallegir, og bara þessi litagleði alltaf…

…þessi stytta fannst mér svo flott…

…og alveg ótrúlega fallegar skálar, gylltar að innan…

…sjáið þennan gula lit, það fylgir þessum ávísun á gleði…

…og skrautmunirnir eru líka til í hvítum lit og alls konar…

…hundastytturnar eru alveg gordjöss, erfitt að velja bara eina…

…svo einstaklega fallegt console borð!

Miami Loft console borð – skoða hér!

…grá útgáfa af gula stólinum, og þessi er nánast merktur mér…

…það er svo gaman að sjá eitthvað sem ýtir manni svona aðeins út fyrir þægindarammann, og er í raun bara listaverk inni í rýminu. Vörurnar frá Kare eru svo sannarlega að uppfylla þessi skilyrði og ég verð bara að hæla Húsgagnahöllinni fyrir þetta framtak að setja upp “búð í búð”, þetta er ótrúlega fallegt ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *