Framkvæmdir í fullum gangi II…

…hvert vorum við komin?
Það var verið að rífa upp allan gróður sem átti að fara og búið að skipta um lagnir fyrir utan eldhúsgluggann. Snilld! En við erum bara rétt að byrja!

Þið getið lesið ykkur til um framkvæmdirnar hér í fyrri póstum:
Næsta stórverkefni…
Næsta stórverkefni II…

Framkvæmdir í fullum gangi I…

Pósturinn er unninn í samstarfi við BM Vallá!

Gulli og hans liðsmenn hjá Gullregn eru sko búnir að vinna hörðum höndum í þessum öllu og eru snillingar með meiru, það er alveg hreint aðdáunarvert að fylgjast með þeim!

Gullregn – heimasíða
Gullregn – Facebook
Gullregn – Instagram

…það er þó mikilvægt að sjá fegurðina í hverju skrefi, og hér er t.d. verið að steypa fyrir staurum við girðingu sem kemur við hliðina á bílskúrnum…

…og mjög mikilvægt skref var að fá rafvirkjan svo að það væri hægt að ákveða og draga fyrir lögnum í hvert beð – bæði fyrir ljósi og innstungum…

…þarna eru aðeins farnar að skýrast línur…

…og þarna fannst mér bara orðið nokkuð fínt…

…búið að setja niður hólka til þess að steypa þessa staura, því eins og þið munið – þá var pergóla á óskalistanum…

…verið að þjappa og undirbúa…

…en það er mikil undirbúningsvinna sem fylgir þessu öllu…

…og hér er búið að setja sand og þjappa hann niður…

…setja línur fyrir þar sem veggir eiga að koma…

…þetta eru miklar planeringar og á þessu stigi var enn hægt að færa til hlutina, þannig að það er mikilvægt að horfa fast og hugsa mikið um hvernig maður vill að þetta sé allt saman…

…svo birtist bíllinn frá BM Vallá með fyrsta farminn af hellum…

…og jú, þetta var bara sá fyrsti af ansi mörgum…

…en þetta var eitthvað svo stórt skref að fá þetta loks í hlað…

…þar næst fór niður sjóbræðslan, en við ákváðum eftir ráðfæringar að setja snjóbræðslu yfir allt saman en hafa hana í þremur hlutum. Þannig að hægt sé að stjórna hversu mikið sé notað að hverju sinni…

…fengum frábæran pípara og rafvirkja í málið með okkur, en það var ótvíræður kostur við að hafa vanan verktaka eins og Gullregn, en hann Gulli er með menn sem hann treystir fullkomlega, og var hægt að fá í verkið…

…búið að steypa staurana fyrir pergóluna okkar…

…og svo var bara sandað yfir öll herlegheitin, sandað og þjappað og þjappað og þjappað…

…hellunum var dreift eftir því hvar átti að nota þær, til þess að minnka burð…

…og svo var að koma að þessu – leggja niður fyrstu hellurnar og Gullli sjálfur sá að sjálfsögðu um það…

…og jú, þetta er fyrsta hellan niðurkomin. Rómarsteinninn í gráu…

…á meðan var enn verðið að slétta og laga á öðrum stöðum á planinu…

…sko alls engin pressa, bara famelían mætt á hlaðið til þess að horfa á hellur raðast niður, enda um merkisviðburð í þessu ferli að ræða…

…en fagurt er það og við gátum bara ekki fengið nóg af því að stara á þessar helluraðir sem fóru upp fyrsta daginn…

…já stara á þær og ganga á þeim auðvitað…

…svo er það svo skemmtilegt að um leið og hellurnar fara að raðast niður þá gerist þetta frekar hratt…

…og fyrr en varði, þá vorum við bara komin með hellulagt bílaplan…

…gamla þrepið fyrir framan útihurðina var brotið niður og hlaðinn minni Óðalssteinn til þess að mynda ramma utan um nýja aðkomu…

…sem verður eins og sést töluvert stærri en sú gamla…

…þannig að, við erum komin með plan og nú er komið að veggjum og öllu því sem fylgir! Það verður næsti póstur! En það þangað til, minnum okkur á hvar við byrjuðum og hvert við erum komin núna!

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *