Við erum búin að vera að vinna með Gulla og snillingunum sem starfa fyrir hann í Gullregni hérna fyrir utan hjá okkur. Þannig að þegar ég sá nýjustu myndirnar sem þeir deildu inn á samfélagsmiðla þá stóðst ég ekki mátið að deila þessu með ykkur. En mér finnst þetta vera alveg einstaklega flott og vel heppnað…
…þetta er greinilega stór garður þar sem hefur verið nóg pláss til þess að allt fáið notið sín, en engu síður er hægt að nýta margar hugmyndir í minni garða og pláss…
…svo skemmtilegar þessar bogadregnu og mjúku línur sem einkenna þetta…
Um Gullregn, en að fyrirtækinu standa hjónin Gulli og Steinunn. Gunnlaugur Dan framkvæmdastjóri er skrúðgarðyrkjufræðingur frá LBHÍ 2006. Hann ólst upp í gróðurhúsunum í Hveragerði og hefur starfað við skrúðgarðyrkju meira og minna síðastliðin 20 ár. Steinunn er garðahönnuður með Bsc í landslagsarkitektúr og áralanga ástríðu fyrir hönnun og skipulagi, innan sem utandyra.
Gullregn heimasíða!
Gullregn á Facebook!
…en þau eiga einmitt heiðurinn af þessari flottu hönnun. Sjá t.d þetta fallega samspil…
…þessi hugmynd að hafa vegginn ekki fastan saman, heldur eins og lausir flekar finnst mér svo flott…
…snyrtilegur frágangur og aðkoma…
…ótrúlega fallegt og glæsilegt!
Við erum búin að vera að vinna með Gullregni núna í rúman mánuð og þau fá okkar mesta hrós. Eru alltaf mættir rétt fyrir kl 8 að morgni, og það er verið að vinna stöðugt allan daginn og allt er gert svo vel. Það er gengið vel um, og tillitsemi og þægileg samskipti einkenna þau. Þannig að frá okkur fá þau fullt hús stiga! ♥♥♥
Photos by Stína Terrazaz
P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like
– þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥