Framkvæmdir í fullum gangi I…

…eins og ákveðið var, og ég sagði ykkur frá fyrr í vor, þá hófust framkvæmdir hérna fyrir utan með trukki og dýfu í byrjun júlí. En við erum að láta helluleggja, og endurhanna, allt plássið hérna fyrir framan hús og bílaplanið. En síðan við fluttum inn árið 2008 þá hefur planið okkar verið bara steinar og möl og því orðið mikið tímabært að gera þessu til góða.

Pósturinn er unninn í samstarfi við BM Vallá!

Þið getið lesið ykkur til um framkvæmdirnar hér:
Næsta stórverkefni…
Næsta stórverkefni II…

Við fórum í landslagsráðgjöf hjá BM Vallá sem var alveg hreint snilldarákvörðun. Við vorum með fyrirfram ákveðnar hugmyndir, en hún Lilja sem sér um ráðgjöfina, kom svo með sína sýn á málið og það var margt ótrúlega skemmtilegt sem kom út úr því.

Smella hér fyrir landslagsráðgjöf!
Smella hér fyrir teikniforrit!

Það var svo 5.júlí sem við vissum að það væri von á Gulla hjá Gullregni og hans mönnum daginn eftir, því ekki eftir neinu öðru að bíða ef taka upp gömlu hellurnar, sem okkur skilst að séu rúmlega 40 ára gamlar…

…og með kúbein að vopni þá voru þær teknar upp ein af annarri og við fluttum þær á nýtt lögheimili þar sem þær fá framhaldslíf…

…það fylgdi því ákveðin nostalgía að sjá þær hverfa á braut, því þær hafa verið grunnur að mörgum stundum og við höfum horft á krakkana okkar vaxa úr grasi og leika sér á þessum hellum síðan við fluttum inn. Já ég er mjög dramatísk að upplagi 🙂

Dæææææs, en svona er lífið og breytingar verða hvort sem að við erum tilbúin eða ekki og því eins gott að taka þeim opnum höndum. En í það minnsta burtu fóru hellurnar…

Svo mættu þeir í Gullregn næsta morgun og þá fóru hlutirnir að gerast ansi hreint hratt og upp rann erfiðasti dagurinn í þessu ferli hjá mér. Fella gömlu trén…

Jessú minn litli hvað mér fannst þetta erfitt, eins og sést kannski! Var ég ekki að tala um að taka breytingum opnum örmum hér fyrir ofan? Já ég gleymdi að segja sjálfri mér það þennan dag…

En staðan er auðvitað sú að það verður stundum að láta gamalt víkja til þess að opna fyrir nýju og hekkið var t.d. orðið alveg búið, þannig að þetta var tímabært…

Þrátt fyrir að hafa haft heilt ár í að hugsa þetta frá því að framkvæmdir voru ákveðnar, og enn lengri tíma þar á undan og ótal tjékklista þá er ég enn að upphugsa hluti sem við hefðum átt að vera búin að pæla í.

Meðal þess sem við vorum sérstaklega búin að hugsa um var:

  • Passa upp á að vera með rafmagn og tengla úti við, bæði fyrir betri lýsingu og jólaljós.
  • Vildum koma vatni út í garðinn og koma krana fyrir, gott að gera það meðan allt er opið.

Svo varð úr að þegar ég horfði á svæðið fyrir framan hús allt opið og berrassað að ég fór að hugsa um lagnirnar sem eru í eldhúsvaskinn okkar. En við létum skoða þær fyrir rúmum 10 árum og vissum að þá voru þær allt í lagi, en það kæmi eflaust að einhverjum lagfæringum á næstu árum. Þannig að ég fór að hugsa hvort að það væri ekki betra að láta mynda og skoða lagnirnar strax til þess að lenda ekki að vera búin að gera allt glæsilegt og fínt og svo þyrfti að rífa allt upp á nýjan leik.

Ég er svo heppin að þekkja hann Arnar í Oliner síðan við vorum krakkar og hringdi í snarhasti í hann og fékk hann til að koma á svæðið og redda mér. En Oliner er einmitt fyrirtæki sem sérhæfir sig í að mynda og fóðra lagnir. Húsið okkar er 48 ára og því lagnirnar margar komnar á tíma, og auvitað kom í ljós að sú var raunin.

Heimasíða Oliner – smella hér!

Það þurfti að skipta úr rörinu í eldhúsvaskinn og þvottahúsvaskinn og sem betur fer komumst við að þessu núna, en ekki eftir nokkra mánuði.

Það er gott að vera með gott fólk í kringum sig og Gullregns-menn héldu sínu striki og unnu bara í kringum gjánna okkar, og eftir að nýtt rör var komið, þá var bara fyllt upp í og áfram gakk…

Ég held að ég sé búin að eyða þónokkrum tíma á hverju kvöldi svona, sitjandi með teikningarnar og sjá þetta fyrir mér – alltaf betur og betur, eftir því sem skrefin fram +a við hafa orðið fleiri…

…og skrefin hafa verið mörg – veggurinn fór…

…þrepið að útihurðinni fór…

Eftir miklar vangaveltur og pælingar þá vorum við komin með þessa teikningu sem er nokkuð nærri lagi, en ég var enn í smá hrókeringum og breytingum…

…og eitt sinn skiptið þegar ég sat fyrir utan hús þá ákvað ég að máta tunnurnar á “sinn” stað sem átti að við innganginn hjá trénu – ég var alltaf smá skeptísk á þessa staðsetningu en við vorum búin að fleyta upp öllum möguleikum með kostum þeirra og göllum. Svo þegar ég horfði á þetta þarna, beint fyrir framan mig þá sá ég það svo skýrt að ég yrði aldrei ánægð með þetta…

Hvað er þá hægt að gera, við bara breytum þessu! Síðan við ákváðum að hafa þrjú tunnuskýli þá hefur auðvitað þriðja tunnan bæst við hérna hjá okkur, þannig að öll skýin eru þá í notkun um leið. Mér fannst það ekki spennandi tilhugsun að svo yrði bætt við fjórðu tunnunni og við værum ekki með pláss fyrir hana – ég meina þetta er pláss upp á 200fm næstum, við ættum að koma fyrir ruslatunnuskýlum sko.

Þannig að, við færum skýlið út að lóðamörkunum, stækkuðum aðeins bílaplanið þar og þess í stað kemur bara fallegt blómabeð við innganginn. Ég skal frekar leggja á mig 26 skref út í tunnu en að vera að pirra mig yfir að vera með ruslutunnuskýlið alltaf á besta stað. Auk þess bættum við fjórða skýlinu við.

Eins og þið sjáið og heyrið, þá er nóg að gerast. Ég er mikið að sýna frá öllu ferlinu inni á SkreytumHús á Instagram og mæli með að þið kíkið þangað: www.instagram.com/skreytum_hus/

Ég verð líka að nota tækifærið og hrósa sérstaklega Gullregn Vertökum og Gulla sjálfum. Það hefur verið hreint geggjað að fylgjast með þeim og hversu vel þeir vinna. Eru alltaf mættir fyrir kl 8 á morgnana og eru til kl 18 að kvöldi. Allir vita hvað þeir eiga að vera að gera og svo eru öll samskipti þægileg, sem er alveg til fyrirmyndar. Það er dýrmætt þegar maður á í góðum samkiptum við fólk og það er auðvelt að ræða um það sem þarf að tala, hvort sem það eru breytingar eða breytingar.

Gullregn – heimasíða
Gullregn – Facebook
Gullregn – Instagram

Það eru svo fleiri póstar væntanlegir um þetta ferli!

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *