Dýnan okkar – Elegance…

…þegar við breyttum svefnherberginu okkar 2018 þá fengum við okkur loksins nýtt langþráð rúm og dýnu. Rúmgaflinn og botninn var frá RB Rúm en dýnan sjálf er frá Dorma //samstarf. Ástæða þess að við keyptum þetta í sitthvoru lagi var að við vildum velúrrúmgafl sem þá fékkst ekki víða og við létum sérsmíða. Staðan í dag er önnur og þið fáið sérstaklega fallega rúmgafla í Dorma og botn í stíl.

Forsmekkur að hjónaherbergi!
Hjónaherbergi – hvað er hvaðan?
Allt um rúmið okkar!

Ég var að segja frá dýnunni okkar um daginn inni á Instagram og fékk svo margar fyrirspurnir út í hana, en við erum enn alveg sérstaklega ánægð með hana og eftir að við fengum okkar eru tengdaforeldrar mínir búnir að fá sér eins og við keyptum líka fyrir soninn…

…efstu myndirnar í póstinum eru frá 2018 en þessar eru teknar núna um daginn og sýna að dýnan hefur ekkert sigið eða neitt slíkt á þessum 5 árum sem við höfum átt hana…

Dýnan okkar heitir Elegance og hér er textinn um hana af heimasíðu Dorma:

Sérlega vönduð heilsudýna sem veitir góðan stuðning. Elegance heilsudýnan er með 5 svæðaskiptu pokagormakerfi samsettu úr 19 cm háum gormum. Hæð gormanna veitir þér enn meiri stuðninginn og gerir aðlögunina einstaklega góða.

Gormakerfi Elegance er mýkra við axlasvæðið en stífara við neðra bak og miðjusvæði.

Dýnan er samansett úr 9 lögum af mismunandi svampi og náttúrlegu latexi sem gerir hana sérstaklega þægilega og hentar hún vel þeim sem vilja miðlungs til mikinn stuðning. Elegance heilsudýnan hefur steypta kanta sem gefa um 25% meira svefnrými og tryggja hámarks endingu dýnunnar. Convoluted svampur (egglaga) er í efsta lagi Elegance en hann gefur virkilega góðan stuðning og hann aðlagast þér hratt og vel. Lögun svampsins gefur einnig meira loftflæði sem auðveldar þér allar hreyfingar og snúning.

…við vorum áður með tvískiptar dýnur sem voru renndar saman en þessi er alveg heil og hún er æði. Hún tekur svo vel utan um mann og snilldin er að þrátt fyrir að bóndinn sé að hreyfa sig eitthvað þá finn ég ekkert fyrir því. Maður hvílist alveg dásamlega vel!

Það er líka snilld að dýnurnar koma í stærðinni 120-180 að breidd, en líka í tveimur lengdum en þið getið fengið hefðbundna 2m dýnu en líka 210cm eins og við tókum!

…ástæðan fyrir að ég ákvað að gera þennan póst var einmitt sú að það standa yfir Draumadagar í Dorma og það er því 20% afsl af dýnum, og þar á meðan þessari!

Smella hér til að skoða Elegance!

…þannig að, ef þið eruð að leita að góðri djúsí dýnu, sem tekur vel utan um mann, og er jafn góð 5 árum síðar – þá mæli ég svo sannarlega með þessari hérna! ♥

P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like –
þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

2 comments for “Dýnan okkar – Elegance…

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *