…loksins, þetta hefur tekið tíma að koma sumarhúsgögnunum og pallinum í stand þetta vorið/sumarið.
En loksins tókst það, húrra og það er eins gott að veðrið sé komið og við fáum að njóta þess að vera á pallinum þetta árið. En fyrst voru það vorverkin, að þrífa og bera á pallinn (sjá hér)…
- Dekkið á pallinum er Smágrátt, pallaolía frá Slippfélaginu
- Veggirnir eru Húmgráir, hálfþekjandi frá Slippfélaginu
…svo er að bera allt dótið inn á pallinn aftur og eins og kemur fyrir ykkar konu þá langaði mig orðið að breyta aðeins til. Við erum búin að vera með gráa stóla með mjög háu baki síðan 2018 og ég vildi létta aðeins á þessu öllu…
…þannig að ég fór í Rúmfó og fékk fimm mismunandi stóla með mér heim til þess að prufa þá við borðið, allir eru þeir þæginlegir til að sitja í en bara spurning um hvaða útlit var að heilla mest…
…síðan eyddi ég degi í að sitja í fjarlægð og horfa á borðið, eins og “eðlilegt” er…
…meðan ég var að pæla og spá þá var Moli mikið minna stressaður yfir þessu öllu…
…en það var eiginlega þarna þegar ég tók endanlega ákvörðun…
…en ég sá þetta bara allt í einu fyrir mér, ég ákvað að taka stólinn með bastbakinu sem ég var svo mikið skotin í fyrir endana á borðinu – en praktíska svarta stóla á móti. Svona besta af báðum heimum…
…ég verð að viðurkenna að ég er eiginlega alveg himinlifandi með útkomuna, en mér finnst þetta vera einfalt en samt mikið léttara en var, og svo eru endastólarnir að poppa þetta allt svo skemmtilega upp…
…þið sjáið bara hvað þeir eru ferlega flottir…
…ég sá reyndar að hann er nánast uppseldur í svörtu, en til í hvítu ennþá. En svo er þessi hérna líka að koma mjög flott út fyrir þá sem vilja eitthvað svipað look…
…en ég er í það minnsta kát með þessa breytingu! Þetta var akkurat það sem ég vildi þarna út…
…svo fékk ég mér líka þessar luktir á borðið en mér finnst þær alveg endalaust flottar…
…hengirúmið okkar var líka sett upp, það var keypt fyrir löngu síðan og standurinn í Ikea…
…en það er til mjög svipað hengirúm í Rúmfó núna…
…svo fékk uppáhalds hengistóllinn líka að fara út, en við erum búin að vera með hann inni í herbergi dótturinnar í vetur. Þetta er of þægilegt húsgagn til þess að nota bara yfir vetrartímann…
…svo er bara að leika sér með blómapottana og annað slíkt til skrauts. Þið sjáið t.d. bastlukt þarna efst sem er notuð sem vasi fyrir lúpínur (athugið að allir pottarnir eru aðeins blautir því ég var nýbúin að vökva)…
…eitt af því sem ég hef einmitt gert til að létta á pallinum var að skipta út borðinu sem fylgdi sófasettinu og setja í staðinn nokkur minni og léttari borð – það er líka auðvelt að leika sér meira með uppröðunina þannig…
…og svo er nauðsynlegt að muna eftir að nýta sér þessar fallegu lúpínur sem hægt er að týna út um allt og sérstaklega þó til þess að hafa úti, hér eru með bæði gerviblóm og lifandi…
…svo eins og þið sjáið þá eru þetta svona nokkur svæði: matarsvæði, “setustofa” og svo svona slökunarhorn. Það er auðveldara að raða inn á pallinn ef maður hugsar þetta þannig. Hjólaborðið hérna er gamalt frá Rúmfó en fæst því miður ekki í dag…
…en það væri hægt að nota þetta hjólaborð fyrir svipað útlit, og svo er auðvitað snilld að geta þá nýtt þetta innandyra yfir veturinn…
…nú er svo bara að krossa fingur að pallurinn verði mest nýtta svæðið í sumar – og já auðvitað, hæ hó jibbí jey og gleðilega þjóðhátíð! ♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau ♥
Glæsilegt hjá ykkur á pallinum,vonandi verður gott vedur til ad njóta thess.