Loksins sumarblóm…

…og ekki seinna vænna þar sem blessaður júní er rúmlega hálfnaður. Þetta er eitthvað það dapurlegasta vor sem ég man eftir, svona veðurlega séð og því miður er gróðurinn eftir því. Svakalegt að horfa á trén sem vanalega eru með fullar krónur af blöðum á þessum árstíma standa meira og minna berstrípuð ennþá. Það veitti því ekki af að finna til falleg sumarblóm og vekja upp gleðina yfir sumrinu…

//samstarf

…en ég fór í Samasem heildverslunina, í bakhúsi á Grensásvegi 22, og skoðaði þar úrvalið af dásamlegum sumarblómum. Það vantar ekkert upp á fallegu litina þar.

Athugið að það er öllum frjálst að versla í Samasem og það er opið um helgar líka…

…mér fannst td þessar hérna fallegu samplantanir svo fallegar.
Tilbúnar til þess að skella í pott og hver annarri flottari…

…hérna sést svo góssið sem kom með mér heim, en ég var frekar dönnuð í þessu ár – enda ekki alveg sannfærð um að veðrið sé komið til að vera. Ég er enn að búast við stormi og snjókomu…

…en ég stenst auðvitað ekki mátið að fá mér smávegis fallegt í vasa svona í leiðinni, og nú eru dásamlegu hortensíurnar komnar á nýjan leik og ég gleðst endalaust. Svo eins og vanalega er ég klædd í stíl við blómin sem ég vel mér, eða vel blóm í stíl við dressið…

…elska sko að vera með hortensíur í vasa (þessi er frá Myrkstore.is) því mér finnst þær svo endalaust fallegar…

…oftast nær þorna þær líka svo fallega og þessar hérna eru t.d. síðan í fyrra en alltaf jafn fagrar í vasa…

…og svo útiblómin og sjáið svo bara hvað þessar fallegu buxus kúlur eru að koma skemmtilega út fyrir framan hús…

…ég hef vanalega verið með cypristré en mér finnst þessar koma mjög töff út og skemmtileg tilbreyting. Þær koma að mig minnir í þremur stærðum og þetta er sú stæðsta og miðstærðin…

…í pottunum hér eru fjölærar plöntur líka sem ég hef verið að bjarga úr garðinum hérna fyrir framkvæmdirnar, en svo koma fallegu blómstrandi sumarblómin æðislega út með…

…svo fór að sjálfsögðu líka eitthvað á pallinn, en það gerir svo mikið að fá plöntur með út á pallinn…

…það er sniðugt að setja plastpottana undan blómunum tóma ofan í og fylla upp í kring með mold og vökva vel, taka svo upp pottana og eftir stendur pláss sem er tilbúið fyrir plöntunar sem þið ætlið að setja ofan í…

…í hvíta pottinum er síðan sampottunin…

…ég er líka með þetta hérna gamla eldstæði frá Rúmfó…

…og ákvað að nota það bara undir plöntur núna, finnst það koma skemmtilega út…

…ég tók síðan einn buxus á pallinn og svo er ég með skýjablett í svarta pottinum…

…þarf ekkert að flækja þetta…

…svo er alltaf gaman að bæta bara smá lúpínu með í vasa, en hún er að standa vel úti við í vasa með vatni…

…svo þarf ekkert alltaf að setja þetta í stóra potta, en hérna er t.d. bara svona dúó hérna á borðinu…

…falleg og einfalt…

…vona að þið eigið yndislegan dag  ♥

P.s ef þú hafðir gaman að póstinum, þá þykir mér sérlega vænt um like-ið þitt! ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *