…jæja, tökum seinni lotuna og meira um hótelið hérna:
…við bókuðum okkur hótel sem heitir Gran Oasis Resort og er í hæðunum fyrir ofan Amerísku ströndina, sem kom ekki að sök fyrir okkur þar sem við vorum með bílaleigubíl allan tímann.
Lýsing á hóteli skv. Tango Travel:
Gran Oasis Resort er mjög gott fjölskylduhótel og þykir með þeim bestu á Tenerife.Hótelið er staðsett ofarleg á Amerísku ströndinni með frábært útsýni. Garðurinn er fallegur og gróðursæll með tveimur sundlaugum og lítilli barnalaug. Góð sólbaðsaðstaða, bar og snakkbar er í garðinum. Leiktæki fyrir börnin og supermarkaður sem selur helstu nauðsynjar. Krakka klúbbur er yfir daginn með fjölbreyttri dagskrá. Á kvöldin er mini disko og tekur síðan við fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Það tekur um 10-15 mínútur að ganga niður í bæinn en hótelið er með rútu sem keyrir í bæinn nokkrum sinnum yfir daginn gestum að kostnaðarlausu.
…morgunmatur var innifalin og mjög fínn bara, allt til alls og endalaust úrval. Þetta fannst okkur mjög þægilegt því flesta daga borðuðum við morgunverð og svo var bara létt snarl í hita og sól og svo kvöldverður…
…huggulegt lobby-ið…
…stór ókostur við hótelið, sem er reyndar hjá mörgum hótelum sem erum með sólbaðsaðstöðu, þá var þessi leiðinda eltingaleikur við sólbekkina. Mjög svo leiðinlegt að þurfa nánast að fara af stað við fyrsta hanagal til þess að planta handklæðum á bekkina…
Við bókuðum herbergi fyrir okkur öll 4 saman, og áttum von á tveimur eða þremur rúmum fyrir okkur, en þess í stað var hjónarúm en fyrir krakkana bara ferðabeddar. Það var alls ekki þægilegt eða vinsælt, eflaust fínt fyrir minni krakka en þessi eru bæði orðin hálffullorðin. Talandi um tröppur þá voru líka tröppur inni í herbergjunum, en hjónaherbergin voru á neðri hæð og stofa/eldhús á efri hæð.
…en ég fór svo og talaði við móttökuna og við fengum nýtt herbergi eftir nokkrar nætur sem var með alvöru rúmum fyrir krakkana, sem var mikið betra og þægilegra fyrir alla…
…mjög þægileg rúmin og allt í góðu með það…
…svo þarf maður að koma sér fyrir á nýjan leik í herberginu, en einmitt þar sem þetta eru tvær hæðir – þá þarf t.d. að burðast með ferðatöskurnar upp og niður við komu og brottför, sem gæti verið erfitt fyrir marga…
…ein mesta skemmtun mín á hótelinu var kjólasölukonan sem mætti í það minnsta 2x í viku. Mikið magn af sumarkjólum sem hún bar með sér, og svo tók hún tískusýningu við laugina vikulega þar sem hún skipti um föt ca 30x. Blessuð konan!
…eins og sést á myndinni voru svona litlar götur sem herbergin standa við og svo auðvitað fleiri tröppur…
…að sjálfsögðu þarf að eyða degi í Siam Park vatnsgarðinum…
…en ég tók að mér að verma bekkina þar og naut mín vel…
…og svo, verandi ég, þá duttu nokkrir kjólar ofan í töskuna mína…
…meira af fólki í tröppum…
..og við kíktum í Galeon Outlet mallið, það var bara fínt að taka smá rölt þar…
…alltaf einhver kvölddagskrá á hótelinu, en við sáum Transformers og Elvis þar svo eitthvað sé nefnt 😉
…enn fleiri myndir af fólki í sól…
…og já, gangandi þema í gegnum alla ferðina voru bruchetturnar, namm það sem þær eru góðar…
…loksins Chanel poki, en þá var það bara af minnstu gerð og í var lítil snyrtivara…
…það er reyndar eitt með þessar tröppur, eins og áður sagði gáfu þær tilefni til myndatöku…
…og svo rann hann upp, seinasti dagurinn okkar…
…við röltum um á amerísku ströndinni…
…og svo er lítið mall sem heitir The Duke Shops sem er staðsett í Costa Adeje og þar er veitingastaður sem heitir Pizzeria San Marco. Þar borðuðum við nokkrum sinnum og fengum alltaf góðan mat og svo var svo þægilegt að sitja þarna undir skyggninu í smá golu. Þannig að ég mæli með honum…
…og svo, loksins heima, í dásamlegu veðri en töluvert lægra hitastigi!
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!