…ég er alltaf að setja saman rými í huganum, hvort sem það er innandyra eða utandyra. Ég hef sett saman ansi mörg moodboard fyrir ykkur í gegnum tíðina og ákvað að setja saman nokkur utandyra. Mér fannst skemmtilegt að setja þetta upp í svona mismunandi stíla, þrátt fyrir að sumar vörur birtist á fleiri en einum stað og hér fáið þið að sjá eftirfarandi:
Klassíkin – þetta hefðbundna
Rómantíkin – létt og ljóst
Industrial – stílhreint og einfalt
Bóhó – allt svona í mjúkum línum og kózý stíl
Módern – viður og stál í bland
Allar vörurnar eru frá Rúmfó og athugið að það er 20% afsláttur af öllum garðhúsgögnum og sessum út mánudaginn 12. júní! //samstarf
Klassíkin – þetta hefðbundna
Hér kemur moodboard sem ætti að henta mörgum. Þetta er einfalt, allt frekar dökkt og því auðvelt að poppa upp með hvaða litaþema sem er í púðum og öðru slíku. Í öllum tilfellum set ég inn bæði garðborð og stóla, og sófa og sófaborð og eitt og annað smálegt, því hér eins og áður – þá eru það litlu hlutirnir sem búa að lokum til stemminguna.
Gjern körfustóll
Fausing garðborð
Blómapottar
Útimotta
Eldstæði
Skrautpúðar
Vemb garðsett
Hilla fyrir blóm
Luktir
Búdda stytta
Kopervik garðborð

Rómantíkin – létt og ljóst
Rómantík er alltaf skemmtileg og ekki síður þegar hún er notuð í garðsvæðin, gerir bara allt fallegra. Húsgögn með ljósu bastútliti, ljósar sessur og púðar sem eru svo flottir. Svo auðvitað alltaf blóm og seríur. Takið svo eftir tveggja manna legubekknum, en það er líka hægt að færa þá í sundur og setja borð á milli, snilld.
Blómapottar
Skrautpúðar
Seríur
Halling sólbekkur
Bastrup garðborð
Vemb garðsett
Luktir

Industrial – stílhreint og einfalt
Þetta er fyrir þá sem vilja ekkert of mikið prjál. Bara meira einfalt og fallegt, púðar geta kryddað upp á þetta og svo bætum við alltaf við blómum.
Fausing garðborð
Ugilt bekkur
Blómapottar
Skrautpúðar
Bejstrup garðsett
Luktir
Gjern körfustóll
Eldstæði

Bóhó – allt svona í mjúkum línum og kózý stíl
Þessi stíll finnst mér alltaf fallegur, hann auðvitað rómantískur líka. Smá svona 70´s hippafílingur og allt bara létt og náttúrulegt. Engar harðar línur eða svoleiðs, allt bara flæðir áfram og helst að láta klifurplöntur taka þetta yfir.
Lillesand garðsett
Blómapottar
Skrautpúðar
Vemb garðsett
Luktir
Bastrup borð og stólar
Hengirúm
Útilegumotta
Gjern körfustóll

Módern – viður og stál í bland
Hér er líka allt svona stílhreint, en viðurinn gefur þessu svo mikinn karakter og hlýleika. Endalaust falleg lína.
Ebbeskov garðborð
Eldstæði
Bagmarken sólbekkur
Blómapottar
Skrautpúðar
Gólfflísar
Ugilt garðsett
Luktir
Ugilt bekkur

Þið getið síðan smellt hérna til þess að skoða sumarvörurnar í Rúmfó!

Bónus – aukahlutirnir
Það var svo margt skemmtilegt sumartengt sem mig langaði að sýna ykkur líka, þannig að ég setti það bara á sér mynd. Svona bland í poka af pikknikk-dóti, sumarskrauti og skemmtilegu á pallinn:

Lappsanger lukt – þessi er í sérstöku uppáhaldi hjá mér


Tub bali – þessi er fullkomin fyrir drykkina á pallinn

Lemonade vatnsdunkur með krana – sumardrykkirnir bragðast betur í þessum
Melon drykkjarglas með röri



Lappspove stálkanna – fyrir kakóbollann hvar sem er

Upprúlluð útiteppi – þessi eru fyrir pikknikkferðina



…enn og aftur, þá vona ég svo sannarlega að við eigið gleðilegt sumar í vændum – við eigum það sko alveg skilið ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!