…ég hef safnað glerkrukkunum í eldhúsinu hjá okkur núna í rúm 10 ár. En ég er alltaf mjög veik fyrir svona fallegum nytjahlutum, sem virka jafn vel sem skraut og til brúks – húrra! Um daginn sýndi ég ykkur þennan dásamlega disk á þremur hæðum frá Húsgagnahöllinni (er væntanlegur aftur) og smávegis meira með…
Smella til að skoða fyrri póst!
…en þá sýndi ég ykkur líka þessar hérna minni krukkur, sem eru alveg fullkomnar fyrir hafrana og svona eitthvað smálegt sem þið viljið hafa handhægt í eldhúsinu…
…en þegar ég átti leið í Höllina núna um daginn þá sá ég að þær höfðu komið líka í stærri týpum, ekkert smá fallegar…
…en það gerir mikið fyrir þær þetta viðarlok og botninn, en það er hægt að fjarlægja botninn ef maður vill. Sú stæðsta er alveg pörfekt fyrir morgunkorn, svo setti ég spaghellí og pastaskrúfur…
…það er líka svo fallegt að sjá þær svona með trélokinu, og takið eftir leðurhaldinu ofan á, og trélokið gefur þessu svo mikinn hlýleika…
…sérstaklega fallegar svona saman…
…ef ykkur langar að skoða nánar þá eru krukkurnar á afslætti í tilefni af útsölunni og þið getið skoðað þær hérna:
Smella til að skoða Pip krukkur!
…vona að þið hafið haft gaman að og fengið kannski smá inspó ♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum.